Fundur þriðjudaginn 28. apríl
			
					03.04.2009			
	
	
				Verður vor í lofti þann 28. apríl? Þess skulum við óska því
á Árbæjarsafni er yndislegt þegar tekur að hlýna. Þar mun Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður og félagi
í Kappadeild taka á móti okkur Eta konum. Við skoðum nokkur hús og sýningar og borðum síðan í Dillonshúsi. Það er
engin önnur en Marenza Poulsen sem sér um að framreiða en hún segir: ,,Við erum með mjög  gott salat með
marineruðum kjúklingi og heimabökuðum brauðum á 1950 krónur á mann, ég mæli alveg með því, og er það
góð máltíð. Við erum með vínveitingar ef þið hafi áhugað á léttvínsglasi.“
 
Yfir matnum gefst okkur kostur á að spyrja Guðnýju Gerði út í starf
Kappadeildar.
 
Mæting kl. 18.
 
Látið vita (rlund@ismennt.is), ja því ekki
núna fyrir páska, annars er hætta á að það gleymist.
Þessi fundur er skipulagður af hópi innan Etadeldar vinnur að því að efla
tengsl við konur í öðrum deildum. Í honum eru Jóhanna Einarsdóttir, Ósa Knútsdóttir, Ingibjörg  Símonardóttir og Rannveig Lund.
	
		
