Fundur fimmtudaginn 28. apríl 2016, kl.18:00

Fundur í Etadeild fimmtudaginn 28. apríl 2016, kl. 18:00-20:30 í sal á 2. hæð í Kaffi Sólon (horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis) Dagskrá: 1. Fundur settur, kveikt á kertum – Bryndís Guðmundsdóttir 2. Orð til umhugsunar – Sophie Kofoed-Hansen 3. „Þegar siðmenningin fór fjandans til“ – Gunnar Þór Bjarnason, verðlaunahafi íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka segir okkur frá efni úr bók sinni. 4. Léttur kvöldverður, leikir og umræður. Fundarstjóri er Bryndís Sigurjónsdóttir og Ingibjörg Möller ritar fundargerð Hægt er að kaupa mat af matseðli með 10% afslætti. Einfaldast er ef hægt er að panta fyrirfram fyrir hópinn, t.d. Cesarsalat (kr. 2.890 – 10%), eða Grískt salat (kr. 2.290 – 10%). Gott að konur tilgreini hvort þær velji annað hvort salatið og þá hvort um leið og þær tilkynna komu sína, helst fyrir 25. apríl, á netfangið gudhre@gmail.com. Hlökkum til að sjá ykkur, Undirbúningsnefndin stóra (Anna, Auður, Björg, Bryndís, Brynhildur, Eyrún, Guðrún, Ingibjörg, Sophie og Þórunn)