Fundur fimmtudaginn kl. 18:00-20:00 í Betrunarhúsinu, Garðatorgi
			
					18.05.2013			
	
	
				Kæru Etasystur.
Það var leitt að þurfa að fresta fundi síðast vegna ónógrar þátttöku, en við gefumst ekki upp og fundurinn verður
haldinn  fimmtudaginn 30. maí kl. 18-20 í Betrunarhúsinu (engin hætta á ferðum!) Garðatorgi við hliðina á versluninni
Víði.
Gestur okkar verður Gerður Óskarsdóttir sem hefur sérsniðið erindi fyrir okkur sem hún gefur heitið:
  
Fordómar við skil skólastiga?
Niðurstöður úr rannsókn á skilum leik- og grunnskóla og grunn- og framhaldsskóla.
 
Það verða léttar og ódýrar veitingar á borðum. Tilkynningar um þáttöku og afboðanir þurfa að berast í
síðasta lagi 28. maí. Það verður hóað í ykkur aftur þegar nær dregur.
Hafið það sem allra best um hvítasunnuhelgina.
Kveðja f.h. stjórnar
Auður
	
		
