Fundur í ETA deild í nóvember

Annar fundur í ETA deild starfsárið 2010-2011 verður haldinn í Kornhlöðunni þriðjudaginn 2. nóvember 2010 og hefst hann stundvíslega kl. 18:00 og lýkur um kl. 20:00 Fundurinn er skipulagður af hópi 1 og í honum eru: Elísabet Gunnarsdóttir hópstjóri, Bryndís Sigurjónsdóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Jóhanna Einarsdóttir og Kirsten Friðriksdóttir.
 
Dagskrá:
1. Fundur settur.
2. Orð til umhugsunar flytur Bryndís Sigurjónsdóttir
3. Jón Torfi Jónasson, forseti menntavísindasviðs HÍ flytur erindið: Framtíðarsýn í menntamálum og verða umræður á eftir.
4. Hrós.
5. Fundi slitið.

Við fáum súpu, brauð og kaffi á kr. 1800.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Auðar (audurtorfa@gmail.com) eigi síðar en laugardaginn 30. október. Við vonumst til að sjá ykkur sem flestar á þessum fundi þar sem í boði er spennandi erindi um efni sem snertir okkur allar.

Kveðja frá stjórn ETA deildar

Frá landssambandinu eru tvær tilkynningar.
Annars vegar er vakin athygli á stofnfundi nýrrar DKG deildar, Lambda, fimmtudaginn 28. október kl. 20:00 í húsi Menntasviðs Fríkirkjuvegi 1.
Hins vegar er tilkynning um 35 ára afmæli Alfa deildar laugardaginn 13. nóvember kl. 11-14 í Þjóðmenningarhúsi.
Allar konur í DKG eru velkomnar á þessa viðburði.