Fyrsti fundur vetrarins 29. september

Fyrsti fundur í ETA deild starfsárið 2010-2011 verður haldinn í húsakynnum Maður lifandi Borgartúni 24 (neðri hæð) miðvikudaginn 29. september 2010 og hefst hann stundvíslega kl. 17:30 og lýkur eigi síðar en 19:45.

Dagskráin verður sem hér segir:

1. Fundur settur.
2. Orð til umhugsunar flytur Brynhildur Anna Ragnarsdóttir
3. Kynning á stjórn og starfseminni framundan, skipting í starfshópa.
4. Borðhald þar sem boðið verður upp á kjúklingarétt og kaffi á kr. 2000.
5. Ingibjörg Jónasdóttir forseti landsambandsins spjallar við okkur um gildi þess að vera þátttakandi í alþjóðasamtökunum og þá möguleika sem við höfum til að vera virkir þátttakendur, hafa áhrif og njóta góðs af. Einnig mun hún koma inn á aðkomu okkar að kvennafrídeginum og tengdum atburðum 24. og 25. október.
6. (H)rós
7. Fundi slitið eigi síðar en 19:45

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Auðar (audurtorfa@gmail.com) eigi síðar en mánudaginn 27 . september. Við vonumst til að sjá ykkur sem flestar.

Athugið breyttan fundartíma frá því sem verið hefur og einnig það að fundurinn hefst stundvíslega kl. 17:30.

Kveðja frá stjórn ETA deildar