Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn miðvikudaginn 30. september kl. 18:00-20:30.

Kæru Eta systur !  Munið fundinn á miðvikudag 30. september kl. 18:00 - 20:30!  Fundarstaður Grand hótel - fundarherbergi á efri hæð.   Í boði verður réttur dagsins á 2500 krónur !
Dagskrá:

Gestur fundarins: Jón Ólafsson prófessor í heimspeki, þekktur af áhugaverðum skrifum og umfjöllun um hin ýmsu þjóðfélagsmál.

 

Jón er einn stofnenda Gagnsæis - hverra grunngildi eru gagnsæi, heilindi, samstaða, réttlæti og lýðræði - og mun hann meðal annars segja okkur frá þeim áhugaverðu samtökum. 


Orð til umhugsunar flytur Stefanía V. Stefánsdóttir.


Tilkynningar og önnur mál.


Fundarstjóri Bryndís Guðmundsdóttir.


....................

Þegar hafa 16 konur tilkynnt þátttöku og er ánægjulegt hve margar brugðust skjótt við fyrstu tilkynningu :-) 


Eðlilega eru alltaf einhver forföll hjá svo kraftmiklum og virkum hópi og hafa 7 konur boðað fjarveru. 


Samkvæmt mínu bókhaldi sakna ég að heyra frá ykkur kæru .... 

Guðrún G; Guðbjörg V; Kristín Ó; Margrét F; Sophie; Tanya. 


Hlakka til að eiga með ykkur gefandi og skemmtilegan fyrsta fund starfsársins. 

Með formannskveðjum í anda vináttu - trúmennsku og hjálpsemi, 


Bryndís G.