1. fundur vetrarins verður haldinn miðvikudaginn 9. október kl. 17:30 stundvíslega (fundarstaður opnar kl. 17:15) í stofu H-101 í nýbyggingu menntavísindasviðs HÍ.

Kæru Etasystur. Fyrsti fundurinn okkar verður haldinn miðvikudaginn 9. október  kl. 17:30 stundvíslega (fundarstaður opnar kl. 17:15) í stofu H-101 í nýbyggingu menntavísindasviðs HÍ.  Gengið er inn af bílastæðinu við Háteigsveg og beint inn ganginn. Fyrir þá sem þekkja til er stofa H-101 innan við Skriðu og Bratta. Dagskrá: 1. Fundur settur 2. Orð til umhugsunar 3. Erindi Salvarar Nordal sem hún nefnir: Stjórnaskrármálið. Mistök og lærdómar. 4. Umræður. 5. Fundi slitið.
Á boðstólum verða léttar veitingar á kr. 1000. Aðeins tekið við peningum.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir þriðjudaginn 8. október.

Í viðhengi er pistill sem sendur var með síðasta bréfi þar sem er að finna upplýsingar um starfið framundan og fleira. 

Með bestu kveðjum og von um að sjá sem flestar 9. október kl. 17:30.

F.h. stjórnar
Auður