Jólafundur 3.desember

Jólafundur í Þjóðmenningarhúsinu 3. desember kl. 12:00. Kæru Etasystur. Nú er dagskrá jólafundar tilbúin og kominn tími til að skrá sig eða boða forföll ef svo vill til (nokkrar hafa þegar meldað sig og þurfa ekki að gera það aftur). Skráningarfrestur er til 1. desember hjá undirritaðri. Við förum þá leið að stjórnin tekur við greiðslu fyrir matinn (kr. 3000) á staðnum og þess vegna biðjum við ykkur að hafa með ykkur kr. 3000 í reiðufé. Við munum síðan greiða fyrir hópinn í einu lagi. Þann 1.desember fær matreiðslufólkið uppgefinn þann fjölda sem verður rukkað fyrir. Ef forföll verða eftir þann tíma eruð þið vinsamlegast beðnar að tilkynna það hið snarasta. Nú bendi ég ykkur á að skoða dagskrána sem er í viðhengi. Ég vonast til að sem flestar komi og eigi góða stund með systrum okkar í Alfadeild og Þetadeild. Góðar kveðjur Auður
Jólafundur

Alfadeild, Etadeild og Þetadeild halda sameiginlegan jólafund í Þjóðmenningarhúsinu 3. desember kl. 12:00.

Dagskrá

1. Fundur settur
2. Kveikt á kertum
3. Jólalög sungin við undirleik Herdísar Egilsdóttur
4. Vigdís Finnbogadóttir, sérstakur gestur fundarins verður með orð til umhugsunar
5. Jólalög sungin
6. Hádegisverður: Hangikjöt með tilheyrandi meðlæti.
7. Herdís Egilsdóttir kynnir nýútkomna bók sína, Sólarmegin
8. Jólalög sungin og fundi slitið

Hádegisverðurinn kostar 3.000 kr. Vinsamlegast skráið þátttöku eða fjarveru á audurtorfa@gmail.com fyrir 1. desember. Hafið með ykkur 3000 kr. í reiðufé og borgið á staðnum.