Jólafundur heima hjá Stefaníu

Hinn árlegi jólafundur Eta-deildar verður haldinn á heimili Stefaníu 16. desember kl. 18:00.

Dagskrá:
1. Stefanía býður gesti velkomna.
2. Brynhildur kveikir á kertunum.
3. Orð dagsins.
4. Ekki má gleyma matnum: Alls kyns smáréttir, kaldir og heitir, til dæmis snittur með gröfnu nautakjöti og piparosti, eða  með andabringu og camembert og ýmsu fleira góðgæti í þessum stíl. Einnig: Lítil laufabrauð, egg og síld, graflax, jólapaté, o fl. Ekki eru síðri heitar villibráðakjötbollur í gráðostasósu og fleira í þeim dúr. Síðast en ekki síst: ris a l‘amande,  og smákökur.
Það sem meira er: Þetta kostar ekki nema 2,500 á mann! (ef hópurinn pantar fyrir 20. nóvember)
Þá verður vín til sölu við vægu verði (komið með klink) og svo verður kaffi með öllu saman.

Nú er um að gera að taka frá miðvikudaginn 16. desember og tilkynna komu ykkar til Elísabetar

í elisabet@fa.is fyrir 20. nóvember. Þetta er bindandi tilboð.

Undirbúningshópurinn