Næsti fundur er miðvikudaginn 28. febrúar kl. 18:00 - 20:30

Sælar kæru Etasystur ! 
 
Boðað er til næsta fundar miðvikudaginn 28. febrúar kl. 18:00 - 20:30 í hliðarsal Kringlukráar.
 
Gestur fundarins er Ragnar Þór Pétursson og nefnist erindi hans "Þegar orð fá vængi".
Ragnar Þór  hefur starfað um árabil sem grunnskólakennari, en hann hefur líka starfað sem skólastjóri auk þess að hafa framhaldsskólaréttindi. Hann hefur m.a. verið í framvarðarsveit íslenskra kennara við uppbyggingu rafræns náms og skrifað pistla um skólamál í ýmis tímarit og vefmiðla. Hann tekur við sem formaður Kennarasambands Íslands í apríl næstkomandi.
 
Orð til umhugsunar koma frá Kristínu Helgu Guðmundsdóttur. 
 
Mæting hefur verið góð í vetur og hvetjum við konur til að mæta vel á næsta fund og vonandi eiga flestar heimangengt.Allar höfum við mikla og fjölbreytta reynslu að ég nú ekki tali um skoðanir á skólamálum. Það verður gaman að heyra hvað Ragnar Þór hefur fram að færa og er ég illa svikinn ef ekki geta orðið fjörugar umræður.   
 
Veitingar: Val er á milli tveggja rétta sem eru Fiskur dagsins, það ferskasta hverju sinni, matreitt eftir kenjum kokksins og Parmavafin kjúklingabringa með röstikartöflum og kremaðri basilsósu. Á eftir kaffi og konfekt. Verð kr. 3.700.
 
Vinsamlegast látið vita um mætingu og hvorn réttinn þið kjósið í síðasta lagi á mánudag (bryngu@simnet.is).

Umsjón og undirbúningur fundar er hjá hópi 1 (Ágústa, Auður, IngibjörgS., Jóhanna, Kristín Helga, Sophie). 
 
Með kærri kveðju,
Bryndís