Sameiginlegur jólafundur með Kappadeild 1. desember kl.18:00 í Hannesarholti

Senn líður að jólafundi sem að þessu sinni verður sameiginlegur með Kappadeild.  Tilfærsla varð á dagsetningu frá því sem ráðgert var í fundaplani vetrarins og þótti við hæfi að efna til hátíðarfundar á fullveldisdaginn, mánudaginn 1. desember kl. 18:00! Staðsetning er í Hannesarholti því sögufræga og fallega húsi þar sem við höfum átt góðar stundir og húsráðandi er Ragnheiður okkar Etasystir.  Ef ég ekki að umgjörð öll, aðbúnaður og veitingar verða eins og best verður á kosið svo ástæða er að  hlakka til. 
Etakonur í hópi 2 ásamt Kappakonum hafa allan veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd fundarins og munu senda út bréf með nánari upplýsingum á allra næstu dögum.
  
Það er von okkar að sem allra flestar sjái sér fært að mæta og njóta saman dagskrár og góðra veitinga í upphafi aðventu.  Takið daginn frá!
 
Hlakka til að sjá ykkur sem allra flestar ! 

Kær kveðja,

f.h. stjórnar
Bryndís