Þriðjudaginn 15. maí verður aðalfundur deildarinnar haldinn á Nauthól kl. 20:00

Kæru Etasystur. Þriðjudaginn 15. maí verður aðalfundur deildarinnar haldinn á Nauthól kl. 20:00 (ath. breytingu frá hefðbundnum fundartíma). Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða teknar inn tvær nýjar konur: Ágústa Unnur Gunnarsdóttir og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir. Síðan verður 15 ára afmælis deildarinnar minnst með afmæliskaffi. Nánar verður skýrt frá dagskrá þegar nær dregur. Ef einhver er með í fórum sínum tónlistaratriði eða skemmtiatriði þá væri það vel þegið!
Vorþingið s.l. laugardag var alveg sérlega vel heppnað og má það m.a.
þakka frábæru starfi menntanefndar. Þar átti sæti f.h. Etadeildar Guðrún Geirsdóttir og er henni hér með þakkað sérstaklega. Þarna voru um 90 konur, þar af 12 úr okkar deild. Dagskráin var glæsileg, fyrirlestrar fróðlegir, skemmtilegir og uppörvandi. Umræður í hópum tóku á ýmsum málum varðandi starfsemi DKG og er ástæða til bjartsýni.

Njótið 1. maí.

Með kveðjur f.h. stjórnar

Auður