Vilt þú vera fulltrúi DKG á vinnufundi í tilefni af tuttugu ára afmæli Peking áætlunarinnar?

Jafnréttisstofa, í samstarfi við Alþýðusamband Íslands og önnur frjáls félagasamtök, boðar til vinnufundar í tilefni af tuttugu ára afmæli Peking áætlunarinnar.  
Delta Kappa Gamma er boðið að tilnefna fulltrúa á fundinn. Þær sem hafa áhuga eru beðnar að snúa sér til Guðbjargar landsambandsforseta (gugga@mit.is ) en þátttöku þarf að tilkynna í síðasta lagi 10. febrúar.

Fundurinn verður haldinn laugardaginn 21. febrúar n.k. að Guðrúnartúni 1 í Reykjavík. Sjá tengil í fundarboð og íslenskan útdrátt Peking áætlunarinnar hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, í síma 460-6202.