Framkvæmdaáætlun 20112013
Einkunnarorð alþjóðaforsetans starfstímabilið 2010–2012 eru: Embracing Our Vision – Designing Our Future
Einkunnarorðin eru höfð til hliðsjónar við gerð framkvæmdaáætlunarinnar.
I  Einkunnarorð Landssambandsins 2011–2013: Frá orðum til athafna
verða höfð að leiðarljósi í störfum Delta Kappa Gamma á Íslandi og verða til umfjöllunar á vorþinginu í Reykjavík 2012 sem og á landssambandsþingi á Selfossi vorið 2013.
verða höfð að leiðarljósi í störfum Delta Kappa Gamma á Íslandi og verða til umfjöllunar á vorþinginu í Reykjavík 2012 sem og á landssambandsþingi á Selfossi vorið 2013.
II  Félaga- og útbreiðslumál 
- Gera DKG sýnilegri í nærsamfélaginu og í víðara samhengi.
- Vekja athygli á góðum verkum DKG-kvenna.
- Merkja við merkisdaga og fagna áföngum í menntageiranum. - Vanda val við inntöku nýrra félagskvenna. Reynsla þeirra og menntun sé margbreytileg og þær sinni margs konar störfum sem tengjast menntamálum.
 - Stofnun nýrra deilda samtakanna verður ekki í forgrunni á þessu starfstímabili.
 
III Samskipta- og útgáfumál
A  Innlend samskipti
- Deildir eru hvattar til að efla samvinnu sín í milli, t.d. með sameiginlegum fundum og vinnu að sameiginlegum verkefnum.
 - Félagskonur verði virkari í að miðla efni hver til annarrar, leggi áherslu á lýðræði í störfum deilda og dreifi ábyrgð.
 - Starfið taki mið af samsetningu deildar og hafi markmiðin sjö að leiðarljósi.
 - Landssambandsforseti heimsæki sem flestar deildir á tímabilinu.
 
B  Erlend samskipti 
- Íslenskar konur bjóði sig fram til starfa í alþjóðanefndum á vegum samtakanna.
 - Æskilegt er að félagskonur gefi kost á sér til fyrirlestrahalds á erlendum vettvangi samtakanna.
 - Félagskonur eru hvattar til að fylgjast vel með því sem efst er á baugi á vef Alþjóðasamtakanna og Evrópusamtakanna.
 - Félagskonur eru hvattar til að taka þátt í þingum á vegum Alþjóðasamtakanna.
 
C  Vef- og markaðsmál
- Endurskoðuð útgáfa íslensku handbókarinnar verði aðgengileg á vefsíðu samtakanna.
 - Formenn og stjórnir veki athygli á efni vefsins.
 - Félagskonur eru hvattar til að lesa vefútgáfur reglulega, t.d. Fréttabréfið, DKG News, Bulletin og Euforia, og til að senda fréttir í þessa miðla.
 - Útgáfa Fréttabréfsins verður framvegis á vefnum.
 - Formenn sjá um að félagatalið sé uppfært árlega.
 
D  Viðurkenningar 
- Deildir kynni sér sérstakt framlag kvenna.
 - Viðurkenningar verði veittar fyrir það sem vel er gert í fræðslumálum, samanber einkunnarorð starfstímabilsins.
 
IV Styrkjamál
- Félagskonur eru hvattar til þess að kynna sér styrkveitingar alþjóðasamtakanna.
 
V  Lög og lagafrumvörp 
- Lög og reglur Alþjóðasambandsins hafa verið endurskoðuð og verða yfirfarin.
 - Handbókin verður endurskoðuð með tilliti til lagabreytinga og mun handbókarnefnd, sem í sitja  
Sigrún Jóhannesdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir, verða að störfum áfram. 
VI  Menntamál 
- Kannaðar verða styrkveitingar til námskeiðahalds hjá samtökunum.
 
VII  Ýmislegt
- Koma skal skjölum samtakanna til Kvennasögusafns.
 
Síðast uppfært 15. apr 2017