Framkvæmdaáætlun 2011–2013

Einkunnarorð alþjóðaforsetans starfstímabilið 2010–2012 eru: Embracing Our Vision – Designing Our Future
Einkunnarorðin eru höfð til hliðsjónar við gerð framkvæmdaáætlunarinnar.
 
I  Einkunnarorð Landssambandsins 2011–2013: Frá orðum til athafna
verða höfð að leiðarljósi í störfum Delta Kappa Gamma á Íslandi og verða til umfjöllunar á vorþinginu í Reykjavík 2012 sem og á landssambandsþingi á Selfossi vorið 2013.
 
II  Félaga- og útbreiðslumál 
 1. Gera DKG sýnilegri í nærsamfélaginu og í víðara samhengi.
    - Vekja athygli á góðum verkum DKG-kvenna.
    - Merkja við merkisdaga og fagna áföngum í menntageiranum.
 2. Vanda val við inntöku nýrra félagskvenna. Reynsla þeirra og menntun sé margbreytileg og þær sinni margs konar störfum sem tengjast menntamálum. 
 3. Stofnun nýrra deilda samtakanna verður ekki í forgrunni á þessu starfstímabili.

III Samskipta- og útgáfumál 

A  Innlend samskipti
 1. Deildir eru hvattar til að efla samvinnu sín í milli, t.d. með sameiginlegum fundum og vinnu að sameiginlegum   verkefnum. 
 2. Félagskonur verði virkari í að miðla efni hver til annarrar, leggi áherslu á lýðræði í störfum deilda og dreifi    ábyrgð.
 3. Starfið taki mið af samsetningu deildar og hafi markmiðin sjö að leiðarljósi.
 4. Landssambandsforseti heimsæki sem flestar deildir á tímabilinu. 
B  Erlend samskipti 
 1. Íslenskar konur bjóði sig fram til starfa í alþjóðanefndum á vegum samtakanna.
 2. Æskilegt er að félagskonur gefi kost á sér til fyrirlestrahalds á erlendum vettvangi samtakanna. 
 3. Félagskonur eru hvattar til að fylgjast vel með því sem efst er á baugi á vef Alþjóðasamtakanna og Evrópusamtakanna.
 4. Félagskonur eru hvattar til að taka þátt í þingum á vegum Alþjóðasamtakanna. 
C  Vef- og markaðsmál
 1. Endurskoðuð útgáfa íslensku handbókarinnar verði aðgengileg á vefsíðu samtakanna. 
 2. Formenn og stjórnir veki athygli á efni vefsins. 
 3. Félagskonur eru hvattar til að lesa vefútgáfur reglulega, t.d. Fréttabréfið, DKG News, Bulletin og Euforia, og til að senda fréttir í þessa miðla.
 4. Útgáfa Fréttabréfsins verður framvegis á vefnum. 
 5. Formenn sjá um að félagatalið sé uppfært árlega.
D  Viðurkenningar 
 1. Deildir kynni sér sérstakt framlag kvenna.
 2. Viðurkenningar verði veittar fyrir það sem vel er gert í fræðslumálum, samanber einkunnarorð starfstímabilsins.
IV Styrkjamál
 1. Félagskonur eru hvattar til þess að kynna sér styrkveitingar alþjóðasamtakanna.
V  Lög og lagafrumvörp 
 1. Lög og reglur Alþjóðasambandsins hafa verið endurskoðuð og verða yfirfarin. 
 2. Handbókin verður endurskoðuð með tilliti til lagabreytinga og mun handbókarnefnd, sem í sitja  
  Sigrún Jóhannesdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir, verða að störfum áfram.
VI  Menntamál 
 1. Kannaðar verða styrkveitingar til námskeiðahalds hjá samtökunum.
VII  Ýmislegt
 1. Koma skal skjölum samtakanna til Kvennasögusafns.

Síðast uppfært 15. apr 2017