Evrópu Forum

Í alþjóðasamtökum Delta Kappa Gamma Society International eru fjögur Forum, kanadískt, evrópskt, Suður-amerískt og bandarískt. Það mætti kalla þetta umræðutorg, en á atburðum Forum er áætlað og ákvarðað um áhugaverð málefni varðandi fræðslu, sem henta hverjum Forum hóp fyrir sig. 

Evrópu Forum, sem við hér á Íslandi tilheyrum, tekur á þeim málefnum sem sameinar okkur í Evrópu, hvort sem er innan DKG sem félags eða þeirra málefna sem sameinar okkur sem DKG konur í samfélaginu.

Í evrópsku nefndinni (Europian Forum Committee) sitja fulltrúar frá öllum þátttökulöndunum átta og er Evrópuforsetanum boðið að sitja fundi nefndarinnar. Aðalverkefni Forum er að finna samhljóm landa innan Evrópusvæðisins.

Sögu Evrópu Forum og Evrópusvæðisins má finna á vef Evrópu Forum á þessari slóð.

Nánar má lesa um störf European Forum á vef þess.


Síðast uppfært 08. maí 2019