Framkvæmdaáætlun 2025-2027
Alþjóðasamband DKG hvetur til þess að landssambönd geri langtímaáætlun um starf samtakanna. Slík áætlun er rammi um starfið, en hver stjórn aðlagar áætlunina að sínum markmiðum og þeim verkefnum sem hún vill vinna að í samstarfi við framkvæmdaráð. (Úr langtímaáætlun fyrir DKG á Íslandi sem samþykkt var af framkvæmdaráði í apríl 2021)
Áherslur langtímaáætlunar 2021 - 2031
- Að þátttaka í samtökunum efli og styðji félagskonur og bjóði upp á möguleika, til að vaxa og þroskast í starfi samtakanna.
- Að efla samtökin á Íslandi þannig að félagskonur upplifi sig sem hluta af heildarsamtökum, sem þær er stoltar af að taka þátt í.
- Að samtökin séu þekkt og virt í samfélaginu fyrir starf sitt að fræðslumálum.
- Að þróa aðferðir, verkfæri og verkefni sem efla starfsemina.
Áætlunin sem hér er sett fram fyrir tímabil landssambandsstjórnar DKG 2025 - 2027 byggir á þeim fjórum áhersluþáttum sem settir voru fram í langtímaáætlun DKG á Íslandi til 10 ára, 2021 - 2031. Valdir eru nokkrir þættir til að vinna að á tímabilinu varðandi hverja áherslu.
1. Að þátttaka í samtökunum efli og styðji félagskonur og bjóði upp á möguleika, til að vaxa og þroskast í starfi samtakanna.
Stuðla að eflingu félagskvenna til að koma þekkingu sinni á framfæri á fundum og þingum varðandi störf sín að fræðslumálum, nýsköpunarverkefnum og rannsóknum. Í hverri deild býr mikill mannauður varðandi fræðslumál á ýmsum sviðum. Stefnt er að því að hver deild skipuleggi einn fund á tímabilinu þar sem félagskona annast fræðslu.
Stuðla að virkni félagskvenna innan deildanna og landssambandsins. Innan deilda með framlagi á fundum og þátttöku í undirbúningi funda. Innan landssambandsins séu konur kallaðar til þátttöku í ýmsum verkefnum og fastanefndir geti einnig kallað til sín konur með sérfræðiþkkingu varðandi ákveðin verkefni.
Deildir setji sér markmið um fjölgun félagskvenna og leiðir til að kynna DKG fyrir konum í fræðslustörfum. Hugað sé að fjölbreytileika í deildunum og fjölmenningarlegri áherslu.
Hvetja konur til að sækja ráðstefnur innan- og utanlands og kynna efni þeirra og upplifun sína á fundum í deildunum. Í hverri deild séu félagskonur hvattar til að sækja um Golden Gift námskeiðið á vegum alþjóðasamtakanna. Það eru vikulöng námskeið haldin annað hvert ár þar sem ferðir og uppihald er þátttakendum að kostnaðarlausu. Markmið íslensku samtakanna er að 1-2 íslenskar félagskonur sæki um námskeiðið hverju sinni.
2.Að efla samtökin á Íslandi þannig að félagskonur upplifi sig sem hluta af heildarsamtökum, sem þær eru stoltar af að taka þátt í.
Hver deild haldi sameiginlegan fund með annarri deild 1 -2 sinnum á tímabilinu þar sem félagskona annast fræðslu á fundinum.
Félagskonur séu hvattar til að sækja fundi hjá öðrum deildum, sem gestir.
Deildir taki sig saman um að skipuleggja og halda viðburði á félagssvæði sínu s.s. málþing eða ráðstefnur um málefni fræðslumála.
Starfsemi alþjóðasamtakanna og nefnda á vegum þess sé kynnt í deildunum á tímabili hverrar stjórnar og konur hvattar til að taka þátt í starfi á alþjóðavísu s.s. í nefndum. Til dæmis að fá konur sem hafa verið virkar í alþjóðastarfi til að kynna þau störf fyrir félagskonum.
3.Að samtökin séu þekkt og virt í samfélaginu fyrir starf sitt að fræðslumálum.
tjórn landssambandsins leggi fyrir fund framkvæmdaráðs eitt ákveðið málefni til að vinna að á tímabilinu ásamt gerð kynningaráætlunar.
Hver deild eða deildir í samstarfi skipuleggi og bjóði til kynningarfundar á samtökunum t.d. fyrir áhugasamar konur í fræðslustörfum, stjórnendur og starfsfólk fræðslustofnana og félaga.
4.Að þróa aðferðir, verkfæri og verkefni sem efla starfsemina.
Deildirnar uppfæri undirsíður sínar á dkg.is og félagatal sitt og tryggi að réttar upplýsingar séu þar inni.
Deildir setji fundi sína og fundarefni inn í viðburðadagatal á heimasíðu dkg.is svo félagar í öðrum deildum geti fylgst með og óskað eftir að koma sem gestir á fræðslu sem fram fer í deildunum.
Formenn deilda kynni hlekkinn „Þekkingarforðinn“ á heimasíðu dkg.is fyrir félagskonum og hvetji þær til að setja þar inn efni sem þær vija miðla.
Stjórn landssambandsins leiti til deildanna um hugmyndir að verkefnum innan samtakanna, kynni hugmyndirnar og fjalli um þær á seinni fundi framkvæmdaráðs á tímabilinu. Framkvæmdaráð velur verkefni sem samstaða er um að vinna að.
Síðast uppfært 16. sep 2025