Efni fyrir gjaldkera
Félagsgjöld halda uppi starfsemi samtakanna. Félagsárið er frá 1. júlí til 30. júní. Hver virkur félagi greiðir félagsgjald samkvæmt samþykkt aðalfundar hverju sinni og af því gjaldi fer ákveðin upphæð til alþjóðasambandsins. Félagsgjöldin til landsambandsins eru ákveðin á aðalfundi landsambandsins og eru 10.000 kr fyrir hvern félaga árið 2025-2026. Af því greiðir landsambandið 40 dollarar til alþjóðasambandsins en gengið ræður þeirri upphæð hverju sinni. Gjaldkerar ásamt formönnum deilda bera ábyrgð á innheimtu félagsgjalda.
Deildir ákveða hversu hátt félagsgjaldið í þeirra eigin deild er og fer gjaldið sem er umfram 10.000 til deildarinnar sjálfrar. Mikilvægt er að deildin hafi einhverjar ráðstöfunartekjur fyrir deildarstarfið. Gjaldkeri deilda sér um innheimtu félagsgjalda fyrir 30. júní hvert ár. Gott er að senda út rukkun/póst í lok apríl eða byrjun maí. Margar deildir eru komnar með þetta í innheimtu hjá bönkunum og kemur þá krafan í "ógreiddir reikningar" í heimabanka félagskvenna. Gott er að minna á greiðslu félagsgjalda á fundi í deildinni á vormánuðum. Þegar líður á maí er mikilvægt að minna á að greiða fyrir 30. júní. Ef einhverjar hafa ekki greitt fyrir 30. júní er mikilvægt að hafa samband símleiðis og athuga hvort viðkomandi vilji áfram vera starfandi í deildinni eða ekki. Mikilvægt er að vera í samstarfi við formann deildarinnar um þessa innheimtu.
Greiðslu til landsambandins (inn á reikning landssambandsins) á að vera lokið 31. júlí. Þegar innheimtu er lokið á gjaldkeri deildar að merkja við þær konur sem eru virkar (hafa greitt félagsgjöld) inn á vef alþjóðasamtakanna dkg.org og þarf því að vera lokið fyrir 1. ágúst. Þegar búið er að merkja við félagskonur þar inni, þarf að ýta á Create order og síðan á Submit. Ef ekki er merkt við félagskonur munu þær falla af félagalistanum og úr félaginu. Tekið skal fram að gjaldkeri deilda getur ekki merkt við á síðu alþjóðasambandsins nema hann hafi verið tilkynntur sem gjaldkeri til alþjóðamtakanna með skjali sem ber heitið "form 87".Mikilvægt er að láta gjaldkera landsambandsins einnig vita þegar greiðslu er lokið.
Til að bæta við nýjum félögum og laga upplýsingar, geta bæði gjaldkerar og formenn farið inn á dkg.org, skráð sig inn og valið Dues Portal. Þá opnast gluggi þar sem hægt er að velja Manage undir Member. Þá birtast nöfn deildarkvenna og neðst í hægra horni þeirrar síðu er hægt að smella á Add member
Að merkja við á síðu alþjóðasambandsins:
Farið inn á síðuna dkg.org og skráið ykkur inn. Veljið þar MyDKG (lengst til vinstri á veftrénu). Þar ætti að vera hægt að velja Chapter Connect (hægra megin á síðunni Þegar smellt er á það, birtist hægra megin á síðunni reiturinn Chapter Portal og þar undir reiturinn Dues portal. Smellið á hann og þá kemur upp deildin ykkar. Opnið Manage undir Order, merkið í reitinn fremst í línunni við þær konur sem eru virkar, ýtið því næst a Create Order og svo á Submit. Þegar þessu er lokið sér gjaldkeri landsambandsins að allt er klárt og getur greitt til alþjóðasamtakanna.
Uppkast að tölvupósti sem gjaldkeri getur sent til deildarkvenna til að minna á árgjaldið:
Kæru systur.
Mig langar að minna á að á morgun þriðjudaginn 25. júní er eindagi fyrir félagsgjöld næsta starfsárs. Samkvæmt reglum DKG á innheimtu félagsgjalda að vera lokið fyrir 30. júní.
Þið finnið kröfu í heimabanka fyrir félagsgjöldum.
Þær sem ekki hafa þegar gengið frá greiðslu eru hvattar til að greiða svo að ekki komi til viðbótar kostnaður.
Með bestu kveðju, gjaldkeri.
Síðast uppfært 01. sep 2025