Vorráðstefna 2022Vorráðstefnan 2022 verður haldin 7. maí á Grand Hótel, Sigtúni 38 í Reykjavík og hefst klukkan 10:00. 

Þema ráðstefnunnar er: "Fjölbreytni og sveigjanleiki í menntun til framtíðar" . Fjallað verður um hvað Covid-19 hefur kennt okkur í tengslum við nám og hvaða áhrif það muni mögulega hafa á námsaðstæður til framtíðar.

Hægt er að hlusta á alla fyrirlestrana þrjá hér á netinu.

Dagskrá

10:00-10:30 Morgunhressing og afhending ráðstefnugagna 
10:30-10:50 Setning og ávarp landssambandsforseta
10:50-11:20 Tími, rými og nám: Ný tækni og tækifæriSólveig Jakobsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Sólveig mun fjalla um nýtingu stafrænnar tækni í menntun á Íslandi og þróun fjar- og netnáms á mismunandi skólastigum. Áhrif COVID-faraldursins á nemendur og skólastarf eru skoðuð í þessu sambandi og litið til rannsókna hér á landi og erlendis.
11:20-11:30 Tónlistaratriði
11:30-12:00 Nám framtíðar, hvernig lítur það út? Valgerður Ósk Einarsdóttir kennsluráðgjafi, Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri
Valgerður mun fjalla um um fjarnám/netám/sveigjanlegt nám í ljósi þema ráðstefnunnar.
12:00-12:30 Umræður út frá erindum morgunsins. Hvert hringborð ræðir spurningar  fyrirlesaranna og skráir niðurstöður á Padlettuna sem er á slóðinni hér fyrir aftan: https://padlet.com/ingileif/DKG2022
12:30-13:30 Hádegisverður
13:30-14:30 Unveiled Truth: Lessons I learned leading the international School of Kabul: Gail Goolsby​​ fyrirlesari á vegum DKG International Speakers Fund.. 
Gail Goolsby hlaut DKG Educators Book Award 2020 fyrir bókina: The Unveiled Truth þar sem hún fjallar um reynslu sína af því að stjórna alþjóðlegum skóla í Kabúl. Hún mun  fjalla um það efni á ráðstefnunni.
14:30-14:50 "Húmor og gleði - dauðans alvara".  Edda Björgvinsdóttir, leikkona, stjórnendaþjálfari, o.fl.
14:50-15:30 Umræður um erindi síðdegisins
15:30-15:45  Samantekt á dagskrá og þingslit 
16:00-17:00 Móttaka í Miðgarði

Áætlað er að formlegri dagskrá ráðstefnunnar ljúki klukkan 16:00 og þá tekur við samvera DKG kvenna til klukkan 17:00. 

Ráðstefnugjald hefur verið ákveðið 6000 krónur og eru veitingar og allt annað innifalið í gjaldinu. Til að skrá sig á ráðstefnuna þarf að greiða ráðstefnugjaldið inn á bankareikning landsambandsins og eru reikningsupplýsingar eftirfarandi: 546-26-2379 kt. 491095-2379. Vinsamlegast setjið nafn deildar í stutta skýringarreitinn og ef biðja þarf um sérfæði (t.d. vegan, glútenóþol, o.s.frv.) þá vinsamlegast tiltakið það í lengri skýringarreitnum. Ef frekari upplýsinga er þörf vegna skráningar, vinsamlegast hafið samband við gjaldkera landssambandsins Kristínu Helgadóttur (krih@mi.is). Hún er með símann 691-3816

Skráningu lýkur 4. maí.


Síðast uppfært 14. maí 2022