Þinghald

Delta Kappa Gamma á Íslandi heldur þing árlega. Annað hvert ár (á oddatölu) eru haldin svokölluð landssambandsþing en hin árin (á jöfnu tölunni) svokölluð vorþing.

Næsta vorþing verður haldið vorið 2020.

Á landssambandsþingum eru jafnframt haldnir aðalfundir samtakanna þar sem kosin er ný stjórn til tveggja ára. Landssambandsþing standa yfir í tvo daga og er dagskrá vegleg með fjölbreyttum erindum, hátíðakvöldverði og skemmtiatriðum.

Næsta landssambandsþing verður haldið vorið 2019 .


Evrópuráðstefnur eru haldnar annað hvert ár (á oddatölu). Næsta Evrópuráðstefna verður haldin í Reykjavík  25.–27. júlí 2019.

Alþjóðasambandsþing eru einnig haldin annað hvert ár (á jöfnu tölunni) og verður næsta alþjóðaþing haldið 16–20. júlí 2018 í Austin, Texas.


Þær konur sem fara á Evrópuráðstefnu eða alþjóðasambandsþing og eru með erindi, geta sótt um styrk til fararinnar og má nálgast umsóknareyðublað hér

 


Síðast uppfært 08. sep 2018