Framkvæmdaáætlun 2017-2019

Beinum sjónum inn á við og látum starfið blómstra.

I) Félaga- og útbreiðslumál, helstu áherslumál stjórnar eru
Að hvetja deildir til að bjóða nýjum konum inngöngu þannig að tala virkra félaga haldist í það minnsta milli 20 og 30 í hverri deild. Jafnframt að huga að því að breikka bakgrunninn í samtökunum þannig að starfssvið og menntun félagskvenna endurspegli sem flesta þætti í íslensku menntakerfi. 
Að leggja áherslu á að hvetja formenn deilda til að vera í sambandi við konur sem eru lítið virkar. 
Að hvetja formenn deilda til að huga að fundarsköpum og gæta þess að fundargerðir komi á vefinn eins fljótt og hægt er eftir að fundi er lokið. 
Að hvetja formenn til að efna til umræðna innan deilda um hvernig starfið í deildunum endurspeglar markmið DKG og hvað er hægt að gera til að efla það. Niðurstöður verði nýttar í framkvæmdaáætlun vetrarins í hverri deild. 
Að hvetja allar deildir til að taka að sér verkefni í tengslum við undirbúning Evrópuráðstefnunnar og nýta þau til að efla tengslin í deildunum enn frekar. 
 
II) Samskipta- og útgáfumál, helstu áherslumál stjórnar skiptast í tvo flokka, innlend og erlend samskipti og eru
 
a) Innlend samskipti:
Að vekja athygli á greinum og öðru efni sem félagskonur senda frá sér, biðja alla um að senda á forseta þegar slíkt gerist og forseti vekur athygli á efninu. 
Að forseti sendi mánaðarlegt bréf til formanna og að minnsta kosti tvö bréf á ári til allra félagskvenna. 
Að setja hnapp á vef sambandsins þar sem félagskonur geta skráð sig á lista með umfjöllunarefni og fyrirlestra sem þær eru tilbúnar til að vera með á ráðstefnum eða öðrum kynningum. 
Að fundaáætlanir deilda komi á dagatalið á vefnum og deildir verði hvattar til að bjóða í heimsóknir á fundi. 
Að forseti og stjórnarkonur reyni að heimsækja sem flestar deildir á stjórnartímanum. 
Að hvetja deildir til að vera virkar í umræðu um menntamál á sínum svæðum og senda frá sér greinar og ályktanir þegar við á. 
Að vekja athygli á því þegar konur í samtökunum hljóta viðurkenningu í samfélaginu. 

b) Erlend samskipti:
Að kynna möguleika á styrkjum og námskeiðum reglulega. 

Að hvetja konur til að sækja um styrki og námskeið á vettvangi samtakanna.
Að hvetja konur til að bjóða sig fram í samstarf á erlendum vettvangi.
Að hvetja konur til að bjóða fram fyrirlestra á erlendum vettvangi.
Að lögð verði áhersla á í deildunum að sem flestar félagskonur taki þátt í Evrópuráðstefnunni á Íslandi.

III) Menntamál – helstu áherslumál stjórnar eru:

Að hvetja deildir til að nýta möguleika á fræðslufundum og námskeiðum sem í boði eru á vegum samtakanna, bæði til að efla félagskonur persónulega og starfið í deildunum. Upplýsingar um tvennskonar leiðtogafræðslu sem í boði er má finna á heimasíðu Landsambandsins. Landsambandið greiðir ferðakostnað fyrirlesara vegna námskeiðanna.

Að hvetja félagskonur til að taka virkan þátt í umræðum um menntamál í samfélaginu og leggja þannig sitt af mörkum til að umræðan verði metnaðarfyllri.

Að hvetja konur í samtökunum til að skrifa greinar um menntamál.

Að setja hnapp á vefsíðu samtakanna fyrir greinar sem félagskonur eru að birta - t.d. í öðrum miðlum þannig að hægt sé að skoða þær líka beint af vef DKG.

IV) Styrkir

Deildir verði hvattar til að standa reglulega að kynningum á styrkjamöguleikum bæði innan okkar landssambands og hjá alþjóðasambandinu.

Minnt verði á fresti til að sækja um styrki á vef og facebooksíðu með góðum fyrirvara.

V) Laga- og reglugerðamál – helstu áherslumál stjórnar eru:

Að fylgjast með breytingum á lögum og reglugerðum er varða menntamál á Íslandi og senda á félagskonur til að auðvelda þeim að taka þátt í umræðum.

Að laganefnd fylgist með breytingum á lögum DKG og sjái til þess að gerðar séu nauðsynlegar lagabreytingar í samræmi við lög alþjóðasambands.

 

Síðast uppfært 07. sep 2017