Upplýsingatækni

Almennt um upplýsingatækni:

Alþjóðlega Communication and Publicity nefndin 2012–2014 hefur tekið saman lista yfir vefsíður og „öpp“ sem gagnast geta konum í fræðslustörfum. Kíkið endilega á hann :-)

Viltu búa til „Apps“ fyrir deildina þína? Hér má fá ágætis leiðbeiningar.

Vefsíðugerð:

Á vefsíðu Communication and Publicity nefndarinnar má nálgast leiðbeiningar um hvernig má búa til vefsíðu hjá Weebly.com

------------------------------------------------

Stundum kemur fyrir að maður er með stór PDF skjöl (sem innihalda t.d. margar myndir) sem t.d. póstkerfið manns neitar að senda vegna stærðar. Þá getur lausin verðið sú að fara inn á slóðina: https://smallpdf.com/compress-pdf en þar er hægt að hlaða upp PDF skjölum og vista þau til sín aftur mun smærri (léttari) en þau voru, án þess að gæðin tapi sér svo nokkru nemi. Þessi vefsíða leyfir manni einnig að sameina nokkur stök PDF skjöl í eitt (Merge).

-------------------------------------------------------

Alþjóðasamtökin senda öðru hvoru frá sér efni sem þau kalla „Tip of the Month“ og er hluti af því efni ætlað vefstjórum og þeim sem sjá um útgáfumál. Þetta efni hefur fengið nafnið „Jim's Gem“ og er ætlunin að það komi eitt slíkt blað ársfjórðungslega. Hér fyrir neðan má nálgast þetta efni:

 Mars 2010  Desember 2009    
       
       

Síðast uppfært 05. ágú 2023