Vorráðstefna 2010

Vorráðstefna Delta Kappa Gamma árið 2010 var haldin í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ laugardaginn 17. apríl kl. 10. Yfirskrift ráðstefnunnar var Góðir hlutir gerast og var hún opið öllum. Dagskrá ráðstefnunnar var eftirfarandi:

Góðir hlutir gerast

 09:30 Morgunhressing. Kaffi og kleinur.
 10:00 Setning. Ingibjörg Jónasdóttir, forseti landssambands Delta Kappa Gamma.
Upplestur. Fjóla Ólafsdóttir sigurvegari Stóru upplestrarkeppninnar og nemandi í Lágafellsskóla.
Ávarp. Dr. Helen Popovich frá alþjóðasamtökum DKG.
 10:40  Þróun útikennslu í Kársnesskóla og á heilsuleikskólanum Urðahóli. Björg Eiríksdóttir, kennari og Gerður Magnúsdóttir, leikskólakennari.
 11:30 Borgarfjarðarbrúin. Þróunarverkefni um samfellu milli grunn- og framhaldsskóla. Gunnhildur Harðardóttir, verkefnisstjóri.
 12:20 Hádegisverður. Heilsteiktar kjúklingabringur bornar fram með villisveppasósu, brakandi rustik kartöflum og fersku salati.
 13:00 Hugmyndafræðin að baki Prisma. Prisma er þverfaglegt diplómanám sem Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst skipulögðu í samvinnu við ReykjavíkurAkademíuna. Hrund Gunnsteinsdóttir, forstöðukona Prisma.
 13:40 Stýrðu sjálf eigin lífi. Sigríður Hulda Jónsdóttir, forstöðumaður stúdentaþjónustu Háskólans í Reykjavík.
 14:30 Tryggjum góðum hlutum líf. Jón Torfi Jónasson, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Fiðluleikur. Sigrún Harðardóttir fiðluleikari og fyrrverandi nemandi í Lágafellsskóla.
 15:30 Ráðstefnuslit og síðdegishressing. Boðið upp á heimagerða hátíðartertu borna fram með kaffi hússins.


Dagskrá verður brotin upp með fjöldasöng og hreyfingu undir stjórn Margrétar Jónsdóttur.
Fundarstjórar: Sigríður Johnsen og Kristín Jónsdóttir.


Í tengslum við vorráðstefnu Delta Kappa Gamma var haldið leiðtoganámskeið föstudaginn 16. apríl 2010, kl. 13–17 í Þjóðarbókhlöðunni. Leiðbeinandi var Dr. Helen Popovich.

Dagskrá


Síðast uppfært 02. okt 2020