Vorráðstefna 2024

Vegna dræmrar þátttöku hefur ráðstefnunni verið aflýst

Listir, læsi, líðan - til farsældar.



Vorráðstefna DKG 2024 verður haldin að Hótel Vesturlandi, Borgarbraut 59, Borgarnesi laugardaginn 20. apríl. Ráðstefnan er liður í að efla félagskonur í lífi og starfi, hafa áhrif á menntamál í landinu og kynna samtökin enn betur. Konur eru hvattar til að taka með sér gesti.
Gjald fyrir hvern þátttakanda er 9.000 kr. Til að skrá sig þarf að greiða gjaldið inn á reikning DKG, kt. 491095-2379, banki: 0546-26-002379 og setja nafn/nöfn þátttakenda og deildar sem skýringu. Skráningarfrestur er til 12. apríl. Innifalið í ráðstefnugjaldi er morgunhressing, hádegismatur og síðdegiskaffi. Tveggja manna herbergi býðst á 24.000 aðfaranótt laugardags og sunnudags. Þær sem vilja bóka herbergi sendi póst á arny.eliasdottir@gmail.com fyrir 5. apríl.

Dagskrá:

9:30 - 10:00 Morgunhressing
10:00 - 10:20 Setning og morgunsöngur
10:20 - 11:00 Þrjár víddir kennarastarfsins. Ingimar Ólafsson Waage, lektor í Listaháskóla Íslands. Meðal kennslugreina hans í listkennsludeild eru almenn kennslufræði, heimspeki menntunar og kennslufræði sjónlista
11:00 - 11:30 Læsi, fjölmenning og skapandi skólastarf í Fellaskóla. Hlíf Brynja Baldursdóttir, deildarstjóri. Leiðarljósið er málþroski og læsi, leiðsagnarnám, tónlist og skapandi starf í skóla þar sem hlutfall tví- og fjöltyngdra er 80-90%.
11:30 - 12:00 Syngjandi skóli. Harpa Þorvaldsdóttir, tónmenntakennari. Markmið verkefnisins er að auka almennan söng í skólum og rjúfa múra milli tónmenntakennslu og annarrar kennslu.
12:00 - 13:00 Hádeisverður
13:00 - 13:15 Tónlistaratriði
13:15 - 13:30 Hugleiðsla. Magnea Helgadóttir, Mý-deild leiðir stundina
13:30 - 14:15 Nýtt nám tengt félags- og tilfinningahæfni. Oddný Sturludóttir, aðjúnkt á menntavísindasviði HÍ. Náminu er ætlað að styðja við markmið menntastefnu 2030 um að efla geðrækt og félags- og tilfinningahæfni í skóla- og frístundastarfi.
14:15 - 14:45 Kaffihlé
14:45 - 15:15 Hvað gleður okkur? Soffía Vagnsdóttir Kappadeild
15:15 - 15:45 Uppistand úr héraði. Lolly Magg, uppistandari og leikkona Akranesi
15:45 - 16:00 Ráðstefnuslit
16:00 - 17:00 Hamingjustund. Hótelið býður afslátt af ákveðnum drykkjum.
  Dagskrá til útprentunar

Síðast uppfært 15. apr 2024