Landsambandsþing 2009

Delta Kappa Gamma á Íslandi
Landssambandsþing haldið að Hallormsstað
16.–17 maí 2009
 
Fundargerð aðalfundar á landssambandsþingi 2009

Þema þingsins var : „Nýi kennarinn“

Dagskrá þingsins

 Skráningarfrestur er til og með 8. maí

Þátttaka tilkynnist til Bjargar Þorvaldsdóttur: vs. 477 1105 og GSM: 863 1932
 
Gisting og fæði: s. 471 1763

Hópferð frá Reykjavík 15. maí: Ingibjörg Einarsdóttir, GSM 664 5814
 
Gisting á Hallormsstað
Miðað er við einn einstakling og gistingu í tveggja manna herbergi. Aukagjald er kr. 4.000.- á nóttina fyrir þær sem vilja vera í eins manns herbergi.

Gisting og fæði:
 Föstudagur 15. maí

 Verð kr. 5.500.- á mann

Innifalið í verðinu er:
Léttur kvöldverður
Gisting fyrir einn í tveggja manna herbergi
Morgunverður á laugardagsmorgun.
 Laugardagur 16. maí
         
Verð kr. 14.900.- á mann

Innifalið í verðinu er:
Hádegisverður
Kaffi á fundum
Meðlæti á kaffitíma (tvær tegundir)
3ja rétta kvöldverður
Gisting fyrir einn í tveggja manna herbergi
Morgunverður á sunnudagsmorgun
Hádegisverður á sunnudag.

Ef komið er á föstudegi er kostnaður við gistingu og fæði fram á sunnudag kr. 20.400.- á mann miðað við gistingu í 2ja manna herbergi. Engin drykkjarföng eru í tilboðinu.

Mögulegt er fyrir konur sem ekki gista á hótelinu að kaupa einstaka máltíðir og er verð á þeim með eftirfarandi hætti:

Hádegismatur laugardag: 1500 kr.
Kaffi á fundinum og meðlæti á kaffitíma (tvær tegundir): 800 kr.
Kvöldmatur laugardag: 5200 kr.
Hádegismatur sunnudag: 2000 kr.

Hópferð frá Reykjavík
:

Stjórn landssambandsins efnir til hópferðar á þingið frá Reykjavík með rútu fyrir þær félagskonur sem geta nýtt sér það. Verðið er miðað við að fylla 30 manna rútu og er kr. 12.300.- Reykjavík-Hallormsstaður-Reykjavík. Áætlað er að leggja af stað frá Reykjavík föstudaginn 15. maí, um hádegisbil eða fljótlega upp úr því, og að haldið verði af stað til Reykjavíkur aftur að afloknum hádegisverði á sunnudag. Nánari upplýsingar um stað og stund koma síðar.

Fyrir konur sem koma með flugi getur verið hagkvæmt að slá saman í leigubíl inn að Hallormsstað en það tekur um hálfa klukkustunda að aka þangað frá Egilsstöðum. Einnig er hægt að fá bílaleigubíla á flugvellinum.
 
Með von um góða þátttöku!!

Síðast uppfært 05. mar 2024