Afmælisrit

Í tengslum við 30 ára afmæli samtakanna var ráðist í að gefa út mjög glæsilegt og veglegt afmælisrit með greinum um uppeldis- og fræðslumál eftir félagskonur. Þetta fallega og fróðlega rit má nálgast með því að senda tölvupóst til Guðbjargar Sveinsdóttur forseta landssambandsins og tilgreina hversu mörgum eintökum óskað er eftir. Guðbjörg hefur netfangið gugga@mitt.is . Einnig þarf að greiða fyrir ritið með því að leggja inn á reikning samtakanna sem er : 546-26-2379 og kennitala: 491095-2379.  Ritið kostar 3000 krónur. Um leið og greiðsla fyrir pöntunina hefur borist mun ritið verða sent viðkomandi.

Skoðaðu efnisyfirlitið og tryggðu þér eintak.

Hægt er að skoða ritið á baekur.is, vef Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns


Síðast uppfært 15. apr 2017