Afmælissöngur og texti

Í tilefni 50 ára afmælis DKG á Íslandi 2025 var saminn sérstakur afmælissöngur. Höfundur ljóðs er Theodóra Þorsteinsdóttir og höfundur lags er Jónína Erna Arnardóttir. Báðar eru þær í Deltadeild.

Hér má nálgast afmælissönginn (lag):

Allt gerðist árið sjötíu og fimm
að Alfa setti´ á kvennafund.
Þær drifu í að stofna deild
og til varð Delta Kappa Gamma stund.

Félag kvenna í fræðslustörfum
það fæddist þetta ár.
Að auka þroska og efla tengsl
á Íslandi nú eru fimmtíu klár.

Stöndum saman, stöndum saman.
Höfum gaman, höfum gaman.
Stöndum saman, höfum gaman.
Stöndum saman.

Við stundum kennslu, styrkjum okkur
og styðjum konur í starfi´ og leik.
Viska´ og velferð er ætíð nokkur.
Verum saman, stöndum keik.

Markmið okkar að mennta´ og fræða,
munum auka við okkar fag.
Fimmtíu árin við fengum græða,
fögnum með því að syngja lag.

Stöndum saman, stöndum saman.
Höfum gaman, höfum gaman.
Stöndum saman, höfum gaman.
Stöndum saman.

Lag: Jónína Erna Arnardóttir
Ljóð: Theodóra Þorsteinsdóttir


Síðast uppfært 12. maí 2025