Styrkir

Samtökin verja árlega ákveðinni fjárupphæð til styrkja og viðurkenninga af ýmsum toga.

Námsstyrkjasjóður - Scholarship. Fyrir félagskonur sem hyggja á framhaldsnám. Ákveðinn hluti hans fer til að styrkja konur í mastersnámi og annar hluti til að styrkja konur í doktorsnámi.

Gullni gjafasjóðurinn - Golden Gift Fund (leiðtogaþjálfun/2). Styrkir félagskonur til þátttöku í námskeiðum á vegum samtakanna.

Educational Foundation  (styrkir til þróunarverkefna)

Lucile Cornetet er styrkur á vegum  Delta Kappa Gamma Educational Foundation og er tvískiptur. Einn hluti hans styrkir landsambönd og svæði (regions) til að standa fyrir menntandi ráðstefnum, annar hluti sjóðsins styrkir konur sem vinna í fræðslustörfum (all employed educators ) til að sækja ráðstefnur og aðra viðburði er tengjast menntun (Conferences, Seminars, Lecture series, National certification, Online courses, Workshops and other non-degree programs), þó ekki hefðbundin háskólanámskeið í einingabæru námi. Umsóknarfrestur er tvisvar á ári:1. maí og 1. nóv. og ekki er hægt að sækja um styrkinn eftir að viðburðurinn hefur átt sér stað.
Nánar má lesa um þennan styrk  á vef Educational Foundation og þar eru jafnframt umsóknareyðublöð þar sem nánar er fjallað um tilurð þessa styrks og reglur hans. Vakin er athygli á að þessi sjóður styrkir ekki konur til þátttöku í viðburðum sem haldnir eru á vegum Delta Kappa Gamma, heldur einungis menntandi viðburðum sem haldnir eru utan samtakanna. Þriðji hluti sjóðsins styrkir einstaklinga eða hópa sem standa fyrir verkefnum í þágu barna eða menntunar.

Styrkur til fyrirlesara - International Speakers Fund. Félagar geta sótt um að fá að halda fyrirlestra á vegum samtakanna. Sett er skilyrði að samtakanna sé getið og þau kynnt. Opið er fyrir umsóknir frá 1. júlí til 15. september árlega

Nánari upplýsingar um styrkina  má nálgast á heimasíðu alþjóðasambandsins og hjá Educational Foundation. Á alþjóðasambandssíðunni má nálgast umsóknareyðublöð ásamt upplýsingum um umsóknarfresti. 
Einnig má nálgast upplýsingar hjá landssambandsstjórn og námsstyrkjanefnd

Þær konur sem fara á Evrópuþing eða alþjóðasambandsþing og eru með erindi, geta sótt um styrk til fararinnar og má nálgast umsóknareyðublað hér.


Námsstyrkir til annarra en DKG félaga

World Fellowships. Námið er stundað í Bandaríkjunum. Nokkur hundruð konur, víðs vegar að úr heiminum, hafa hlotið slíkan styrk.

Höfundaverðlaun - Educator´s Award. Árlega er einum eða fleiri kvenrithöfundum veitt verðlaun sem er vegleg fjárupphæð. Verðlaunahafar verða að eiga heima í aðildarfélögum Delta Kappa Gamma en þurfa ekki að vera í samtökunum og bókin þarf að vera skrifuð á ensku.


Síðast uppfært 18. jan 2024