Námsstyrkjanefnd

Landssambandsforseti skipar að lágmarki þrjár félagskonur í námsstyrkjanefnd til tveggja ára að fenginni tillögu framkvæmdaráðs, þar af eina sem formann.

  • Nefndin hefur samvinnu við námsstyrkjanefndir alþjóðasamtakanna jafnframt því sem hún vinnur innanlands að því að efla áhuga félagskvenna á styrkveitingum.
  • Nefndin fylgist með því hvaða námsstyrkir standa til boða, sendir upplýsingar þar um til deilda og viðheldur upplýsingum þar að lútandi á vefsíðu landssambandsins.
  • Nefndin fer yfir umsóknir í námsstyrkjasjóð og gerir tillögur að úthlutun til landssambandsstjórnar.

Fræðast má um þá styrki sem í boði eru á síðunni Styrkir hér til hliðar.

Árið 2023–2025 skipa eftirfarandi konur nefndina:

Formaður: AlmaDís Kristinsdóttir, Lambdadeild (almadis.kristinsdottir@gmail.com). Sími: 692-5869
Hildur Hauksdóttir, Betadeild (hildur@ma.is)
Marisbil Ólafsdóttir, Kappadeild (mosa@simnet.is)

Til baka


Síðast uppfært 05. mar 2024