Landssambandsþing 2019

Landssambandsþingið 2019 verður haldið í Kvennaskólanum í Reykjavík laugardaginn 4. maí

Þema þingsins er: 
Lífsins vegur – leiðsögn og nám

Alfa- og Kappadeild ásamt menntamálanefnd og stjórn sjá um undirbúning þingsins. Dagskráin er í mótun og getur ennþá breyst en eins og staðan er í dag gerum við ráð fyrir hún verði í stórum dráttum eins og hér kemur fram:
Dagskrá:

09:30-10:00 Mæting og kaffisopi
10:00-10:20

Þingsetning
- orð til umhugsunar og minningarorð

10:20-10:35

Ávarp Lace Marie Brogden, PhD, annars varaforseta alþjóðasamtakanna

10:35

Aðalfundur. Venjuleg aðalfundarstörf. Á dagskrá eru m.a. tillögur til laga- og reglugerðarbreytinga ásamt kosningu nýrrar stjórnar. Sjá dagskrá aðalfundar.
Hádegisverður  
13:00-13:10 Ávarp: Jóna Benediktsdóttir forseti DKG á Íslandi

13:10-13:45 

Leadership. Lace Marie Brogden, PhD annar varaforseti alþjóðastjórnar
13:45-14:00 Teygjur/hlé
14:00-14:30 Hlúð að velferð ungs fólks, - Hvað getum við gert? Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor.
14:30-14:45 Samræður um erindi Sigrúnar
14:45-14:50 Samsöngur
14:50-15:00 Samantekt og þingslit
15:00-15:30 Kaffi og spjall
15:30 Fræðsla fyrir gjaldkera í umsjón Lace Marie Brogden

Laganefnd hefur yfirfarið lög og reglugerð landssambandsins með tilliti til þeirra breytinga sem gerðar voru á lögum alþjóðasambandins síðastliðið sumar. Þær breytingatillögur lúta meðal annars að félagsaðild og uppgjörsári.  Einnig hefur verið unnið með breytingar á orðalagi. Í félaginu okkar starfa eingöngu konur og því þótti skrýtið að nota fornafnið ,,hann" þar sem rætt var um embættismenn, það stríðir hins vegar gegn málvitund margra að vera með líffræðilegt kyn þegar það stangast á við það málfræðilega og því var reynt að sleppa persónufornöfunum að mestu úr lögunum.  Aðrar breytingar voru gerðar til einföldunar eða til að skýra verklag.

Vegna þessa eru lagðar til breytingar á lagagreinum númer 3, 4, 6, 9 og 10 og í reglugerð eru lagðar til breytingar á greinum 1, 2, 3, 4 og 5.
Við biðjum ykkur að skoða þessar breytingatillögur vandlega og gera athugasemdir ef ykkur finnst ástæða til.  Gott væri ef slíkar athugasemdir bærust ekki síðar en viku fyrir landssambandsþing á netfangið jona.dkg@gmail.com


Fulltrúi alþjóðasamtakanna hefur óskað eftir því að fá að hitta alla gjaldkera deilda í beinu framhaldi af þinginu til að fara í gegnum þær breytingar sem gerðar voru í sumar á verklagi við innheimtu gjalda og skil til alþjóðasamtakanna. Því er mikilvægt að allir gjaldkerar deilda mæti á þingið. Þar sem sérstaklega er farið fram á að gjaldkerar mæti, mun Landssambandið greiða ferðakostnað þeirra. Við biðjum þá að huga tímanlega að því að panta flug svo hægt sé að fá ódýr fargjöld eða ferðast að öðru leyti með sem hagkvæmustum hætti.

Þinggjaldið fyrir félagskonur er 1000 krónur og er allt innifalið í því gjaldi.
Skráning á þingið fer fram með því að greiða þinggjaldið inn á reikning samtakanna:
Kt. 491095-2379; reikningur. nr. 546-26-2379 fyrir 20. apríl og setja nafn sitt og deild í skýringarreit.

 Dagskrá til útprentunar


Síðast uppfært 15. apr 2019