Vottun á vef
Að fá tengil í vefinn frá alþjóðasambandinu
Alþjóðasambandið setur fram nokkur skilyrði sem landssambönd og deildir þurfa að uppfylla til að þeir setji tengil í vefinn frá vefsíðu sinni. Þessar reglur eru hvorki margar né flóknar og eru þær sömu hvort heldur um ræðir vef landssambands eða deildar. Reglurnar eru endurskoðaðar reglulega og hér má finna nýjustu leiðbeiningarnar.
Vefstjórar hverrar deildar þurfa að kynna sér þessar leiðbeiningar og sjá til þess að deildarvefur í þeirra umsjón uppfylli þessi skilyrði. Annað hvert ár (á sléttri tölu) senda deildir og landsambönd inn staðfestingu (Form 72 á vef alþjóðasambandsins) um að vefurinn uppfylli skilyrði sem sett eru og ósk um fá sent staðfestingartákn alþjóðasambandsins þar að lútandi. Formið þarf að fylla út í síðasta lagi 31. október á hverju nýju stjórnartímabili (biennium).
Athugið að landsambönd mega því aðeins hafa tengla í deildarsíður að þær uppfylli skilyrði alþjóðasambandsins og hafi fengið merki þar um til að setja á vefinn. Þess vegna er áríðandi að allar deildir sjái til þess að vefurinn þeirra uppfylli skilyrði og sé vottaður.
Síðast uppfært 02. sep 2024