DKG hlutir til sölu

Gjaldkeri landsambandsins, Jensína Valdimarsdóttir, hefur til sölu bæði félagsnælur og formannanælur. Hún er með netfangið gvjv[@]simnet.is 

Á vef alþjóðasambandsins má nálgast upplýsingar um ýmsan annan varning sem tengist starfsemi samtakanna og hægt er að fá keyptan. Ef ætlunin er að kaupa nælur, kertastjaka, skartgripi og aðra slíka hluti er best að panta hér

Rauðar rósir

   


Í Amsterdam sumarið 2013 fengum við kynningu á verkefni sem verið er að vinna hjá DKG í Eistlandi. Margarita Hanschmidt fyrrverandi landssambandsforseti DKG í Eistlandi er í forsvari fyrir þessu verkefni sem felst í því að virkja atvinnulausar rússneskar konur sem búa í Eistlandi en eru í raun utan við samfélagið þar sem þær tala ekki eistnesku og hafa litla tekjumöguleika. En þessar konur eru mjög handlagnar og Margarita kom með nokkrar rósir sem þær höfðu saumað. Allnokkrar konur keyptu rósir af henni í Amsterdam.

Sigrún Klara Hannesdóttir heillaðist af þessu handverki og pantaði hjá Margaritu 50 hárauðar satínrósir sem nú eru komnar til landsins og hún búin að borga fyrir. Sjá myndir hér fyrir ofan (ein rósin sýnir hvernig festingin er á bakhliðinni).


Ef einhver hefur áhuga á að kaupa þessi fallegu blóm og styðja með því hjálparstarf sem eistneskar konur eru að vinna í sínu heimalandi, þá er það vel þegið. Þær má panta með því að senda tölvupóst til Sigrúnar Klöru (sigrunklarah[@]gmail.com).   Hver rós kostar 1500 krónur. Einnig gætu deildir fengið rósir til endursölu á fundum.


Síðast uppfært 01. sep 2020