Framkvæmdaáætlun 2009-2011

Að hluta til byggist áætlunin á þema Alþjóðaforsetans starfstímabilið 2008–2010:
From vision to action – activate your vision

Hér má nálgast áætlunina endurskoðaða haustið 2010.
Hér má nálgast áætlunina endurskoðaða í apríl 2011

Þema Landssambandsins 2009-2010:
 “Góðir hlutir gerast” í fræðslumálum

 

“Góðir hlutir gerast” í fræðslumálum

 1. Efnt verði til umræðu um það sem vel er gert í fræðslumálum
 2. Þemað tekið til umfjöllunará Vorþingi í Reykjavík 17. apríl 2010 og á Landssambandsþingi á Suðurnesjum vorið 2011.

Útbreiðslumál

 1. Unnið verði að stofnun nýrra deilda samtakanna og er það tveggja ára verkefni.
 2. Viðhalda fjölda í deildum og gæta þess að félagskonur séu virkir félagar.
 3. Því beint til deilda að gera könnun um ástæður þess að konur komi ekki á fundi, hvort starfið þyki ekki áhugavert, hvers vegna það fái ekki forgang og um það hvað konur vilji fá út úr DKG o.s.frv. Bent er á að nokkrar deildir hafa farið í slíka innri skoðun reglulega.
 4. Vanda val við inntöku nýrra félagskvenna. Reynsla þeirra og menntun sé af ólíkum uppruna og þær sinni ólíkum störfum sem tengjast menntageiranum. Félagskonur innan deilda hafi þannig sem mesta breidd.

Útgáfu- og upplýsingamál

 1. Auka virkni vefsíðna DKG, bæði síður Landssambandsins og deilda:
  1. Skoða hvernig félagskonur verða virkari við að nýta sér efni sem aðgengilegt er á heimasíðu alþjóðasamtakanna og íslensku vefsíðunni.
  2. Fylgjast með hvernig íslensk útgáfa handbókar samtakanna sem hefur verið endurskoðuð og sett á vefinn gengur í þessu umhverfi, hvort hægt er að láta vefútgáfu nægja.
  3. Endurskoða hvernig við virkjum félagskonur til að lesa vefútgáfur reglulega: Fréttabréfið, News, Bulletin og Euforia.
  4. Formenn/stjórnir deilda hafi forgöngu um að vekja athygli á efni vefsins t.d. koma með eitthvað efni á hvern fund úr fréttablaðinu.
  5. Búa til vefhópa innan deilda til að kanna hvað eigi að gera.
  6. Hver deild hafi kynningu á vefnum á a.m.k. einum fundi á tímabilinu.
 2. Endurskoða útgáfu fréttabréfsins:
  1. Endurskoða vefútgáfu og athuga hvort konur eigi að óska eftir að fá prentað eintak í pósti. 
 3. Formenn taki þátt í endurskoðun um hvernig gera eigi félagatalið aðgengilegt á íslensku vefsíðunni.
 4. Auknar upplýsingar um og fyrir konur í samtökunum á vefnum:
  1. Upplýsingar um möguleika félagskvenna til að afla sér menntunar verði betrumbættar.
  2. Upplýsingar um hvað konur innan samtakanna eru að fást við.
  3. Sjá hugmyndir úr hópavinnu á framkvæmdaráðsfundi í ágúst 2009 (5)

Innlend samskipti

 1. Deildir eru hvattar til að efla samvinnu sín í milli: 
 2. T.d. með sameiginlegum fundum, stofnun vinadeilda, enn frekari skiptum á upplýsingum um starfið í viðkomandi deild, heimsóknum á fundi í öðrum deildum þegar tækifæri gefast til eða að vinna að sameiginlegum verkefnum.
 3. Athugað verði hvernig hægt er að nýta vefinn til að auðvelda þessi samskipti.
 4. Félagskonur verði virkari að miðla efni hver til annarrar, bæði innan og milli deilda.
 5. Landssambandsforseti heimsæki sem flestar deildir á tímabilinu.
  - Sjá hugmyndir úr hópavinnu á framkvæmdaráðsfundi í ágúst 2009 (1)

Erlend samskipti

 1. Íslenskar konur verði tilnefndar í alþjóðanefndir á vegum samtakanna.
 2. Félagskonur hvattar til þess að gefa kost á sér til fyrirlestrahalds á erlendum vettvangi samtakanna.
  - Sjá hugmyndir úr hópavinnu á framkvæmdaráðsfundi í ágúst 2009 (4)

Styrkir

 1. Deildir og einstaka félagskonur verði hvattar til þess að kynna sér margvíslega möguleika til styrkveitinga alþjóðasamtakanna bæði til náms og verkefna. Bæði innan og utanlands.
 2. Reglur námsstyrkjasjóðs verði endurskoðaðar.
  - Sjá hugmyndir úr hópavinnu á framkvæmdaráðsfundi í ágúst 2009 (2)

Endurskoðun laga DKG

 1. Lög og reglur Alþjóðasambandsins eru í endurskoðun og mun það hafa einhver áhrif hér heima. Þessi mál verða í höndum laganefndar, lögsögumanns og Sigrúnar Klöru Hannesdóttur.
 2. Handbókin veður því áfram í endurskoðun með tillit til lagabreytinga og mun Handbókarnefnd, Sigrún Jóhannesdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir, því verða að störfum áfram.

Lagafrumvörp

 1. Einstakar deildir og Landssambandið fylgist með gerð laga og reglugerða um málefni sem samtökin vilja láta sig varða um skólamál, önnur menntamál, menningarmál og velferðarmál í íslensku samfélagi og sendir umsagnir sínar og ábendingar til viðkomandi aðila.
 2. Setja á stofn nefnd  um lög og reglur, þvert á deildir.

Námskeið

 1. Landssambandið undirbúi leiðtoganámskeið fyrir konur í fræðslustörfum:
  – Sótt verði um styrk til Alþjóðasambandsins.

Viðurkenningar til samfélagsins

 1. Deildir kynni sér sérstakt framlag kvenna til samfélagsins fyrr og nú, t.d. í nærsamfélagi þeirra.
 2. Deildir veki athygli á framlagi kvenna til mennta-, menningar- og velferðarmála og ýmissa annarra samfélagsmála í nærsamfélagi þeirra, t. d. með því að heiðra konur á stórafmælum deilda eða með öðrum hætti.
 3. Viðurkenning veitt um það sem vel er gert í fræðslumálum samanber þema tímabilsins:
  – T.d. í hverjum landshluta, á hverju ári eða á Landssambandsþingi.
 4. Verkefni síðustu stjórnar (um nýja kennarann) er fylgt eftir með því að veita ungum kennurum viðurkenningu og hvetja þá til dáða.

Síðast uppfært 15. apr 2017