Útgáfumál

Íslenska landssambandið gefur út fréttabréf tvisvar á ári og er ritstjóri valinn af stjórn. Alþjóðasamtökin gefa einnig út fréttabréfið News sex sinnum á ári og fagtímaritið "Bulletin", sem kemur út fjórum sinnum á ári.

Það færist í vöxt að birta hluta af útgefnu efni á vegum Delta Kappa Gamma einungis á Internetinu. Á undirsíðum hér til hliðar má nálgast þetta rafræna efni ásamt íslenska fréttabréfinu , sem að hausti er einnig prentað út og sent með pósti til félaga, en að vori eingöngu gefið út á Internetinu og ekki prentað nema í örfáum eintökum.

Útgefið efni á vegum alþjóðasamtakanna má nálgast í heild sinni á heimasíðu þeirra.


Síðast uppfært 09. maí 2017