Vefumsjón

Á þessari síðu (og undirsíðum) er að finna efni sem gagnast getur vefstjórum deilda:

Vefleiðbeiningar - síðast uppfærðar 2. september 2024 (© Eygló Björnsdóttir)

Stefna hefur einnig útbúið vídeó-kennslu í því hvernig unnið er með vefinn og tekið saman stuttar almennar leiðbeiningar. 

-------------------------------------------------------

Að skrá sig á póstlista félagsins.

-------------------------------------------------------

Að setja myndir á vefinn

Myndir úr stafrænum myndavélum eru yfirleitt alltaf mjög stórar svo margir vilja minnka þær aðeins áður en þær eru settar á vefinn. Þar sem það er bæði seinlegt og tímafrekt að taka hverja og eina mynd inn í myndvinnsluforrit og minnka hana þar, er gott að geta minnkað margar myndir í einu.

 Á vefslóðinni http://www.fookes.com/ er hægt að nálgast forrit sem heitir EasyThumbnail  og leyfir manni það. Þetta forrit er frítt til afnota og hér er hægt að nálgast leiðbeiningar um notkun þess. 

Einnig er hægt að nálgast vinnslusvæði á netinu þar sem hægt er að vinna með myndir beint án þess að hlaða niður sérstöku forriti. Má þar nefna vefinn Pic-resize, en þar er hægt að minnka myndir og vista svo til sín aftur. Einnig má nefna vefinn pixenate.com en þar má bæði minnka myndir og vinna ýmisleg fleira með þær.

-------------------------------------------------------

Stundum kemur fyrir að maður fær send stór PDF skjöl frá þriðja aðila til birtingar sem taka mikið pláss í skráakerfinu. Á slóðinni: https://smallpdf.com/compress-pdf er hægt að hlaða upp PDF skjölum og vista þau til sín aftur mun smærri (léttari) en þau voru, án þess að gæðin tapi sér svo nokkru nemi.

-------------------------------------------------------

Stundum getur komið sér vel að geta breytt .PDF skjali í Wordskjal ef eitthvað þarf að laga/breyta í skjalinu. Á vefnum exodo.com er gefinn kostur á að hlaða upp .PDF skjali og breyta í Word( https://xodo.com/pdf-to-word-converter) og vista það til sín þannig. Hægt er að breyta einu skjali á dag frítt... ef ætlunin er að breyta mörgum í einu þarf að borga fyrir forritið.

Einnig er hægt að eyða blaðsíðum úr PDF skjali frítt á vefnum á þessari slóð.

-------------------------------------------------------

Á vef alþjóðasambandsins þarf víða að gefa upp notendanafn og lykilorð, m.a. á þeim hluta hans sem heitir My DKG. Til að komast inn á þessa hluta vefsins þarf að skrá félaganúmerið sitt (Member ID) í Username reitinn og í Password reitinn skal skrá dkg2014society. Eftir að inn er komið á að breyta passwordinu í eitthvað sem maður sjálfur velur.

Memeber ID (eða félaganúmerið) finnst á félagaskírteinunum og gjaldkerar deildanna sem og gjaldkeri landssambandsins Lee Ann Maginnis í Nydeild (maginnisleeann@gmail.com) hafa það í sínum skjölum. 


Alþjóðlega Communication and Publicity nefndin 2012–2014 hefur tekið saman lista yfir vefsíður og „öpp“ sem gagnast geta konum í fræðslustörfum. Kíkið endilega á hann :-)

Viltu búa til „App“ fyrir deildina þína? Hér má fá ágætis leiðbeiningar.


Síðast uppfært 26. ágú 2025