Fréttir

Frásögn af skemmtikvöldi í Nauthól

Föstudaginn 18. mars 2011 efndu Eta-systur til hátíðar og sendu boð um þátttöku til allra Delta Kappa Gamma deilda á höfuðborgarsvæðinu. Eta-systur hafa unnið markvisst að því að efla innbyrðis kynni kvenna í deildinni og nú þótti komið að því að efla tengsl við aðrar deildir.  Fjórar Eta-systur báru hitann og þungann af undirbúningi fyrir kvöldið, þær Stefanía Valdís Stefánsdóttir,  Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, Magnea Ingólfsdóttir og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir. Veislan var haldin í Nauthól þar sem DKG-systur blönduðu geði og glöddust saman.
Lesa meira

Skemmtikvöld

  Föstudaginn 18. mars ætla DKG systur í Reykjavík og nágrenni að skemmta sér saman. Skemmtikvöldið verður haldið á Nauthól og hefst klukkan 19:00. Veislustjóri verður Kristín Ólafsdóttir.
Lesa meira

Fyrsti fundur á nýju ári 3. febrúar

Heilar og sælar allar og gleðilegt ár. Vil fyrir hönd undirbúningshópsins minna ykkur á að taka frá fimmtudaginn 3. febrúar frá kl: 18:00 - 20:30, því þá ætlum við að funda á Grand Hótel. Yfirskrift fundarins er: Að efla innbyrðis tengsl, og munu tengslin efld á ýmsa vegu! Við hlökkum til að sjá ykkur hressar með hækkandi sól. Kveðja Ósa
Lesa meira

Jólafundur 13. desember

Kæru Etasystur. Jólin, jólin, jólin koma á ný og nú nálgast jólafundurinn góði óðfluga. Hann verður í ár haldinn mánudaginn 13. desember í Menntaskólanum í Kópavogi og hefst kl. 18. Þar ætlum við að njóta aðventunnar saman og taka á móti góðum gestum. Dagskrá fundar er eftirfarandi:
Lesa meira

Tungumálatorg

Á Degi íslenskarar tungu var opnað Tungumálatorg á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Etasystir okkar Brynhildur Anna Ragnarsdóttir kynnti verkefnið ásamt Þorbjörgu St. Þorsteinsdóttur. Þær hafa átt veg og vanda að undirbúningi þess og fjölluðu um þróun þess og ávinning.
Lesa meira

Fundur í ETA deild í nóvember

Annar fundur í ETA deild starfsárið 2010-2011 verður haldinn í Kornhlöðunni þriðjudaginn 2. nóvember 2010 og hefst hann stundvíslega kl. 18:00 og lýkur um kl. 20:00
Lesa meira

Fyrsti fundur vetrarins 29. september

Fyrsti fundur í ETA deild starfsárið 2010-2011 verður haldinn í húsakynnum Maður lifandi Borgartúni 24 (neðri hæð) miðvikudaginn 29. september 2010 og hefst hann stundvíslega kl. 17:30 og lýkur eigi síðar en 19:45.
Lesa meira

Aðalfundur

Aðalfundur verður haldinn á Litlu-Brekku mánudaginn 19. apríl kl. 18 - 20:30.
Lesa meira

Fundur í Norðlingaskóla 9. mars

Kæru Eta- og Gamma-systur! Næsti fundur Eta-deildar verður þriðjudaginn 9. mars í Norðlingaskóla.  Við bjóðum konunum í Gamma-deild til fundarins. Fundurinn hefst kl. 18 og verður slitið ekki síðar en kl. 21. Kl. 18 tekur Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla og Eta-systir, á móti okkur. Sophie Kofoed-Hansen flytur okkur orð til umhugsunar. Fyrir 1800 krónur fáum við
Lesa meira

Fundarboð

Heilar og sælar Eta-systur Fyrsti fundur í Eta-deild á nýju ári verður haldinn miðvikudaginn 17. febrúar nk. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel í salnum Háteigi B á 4. hæð og hefst stundvíslega kl 18. Fundi verður slitið ekki síðar en kl. 21. Okkur býðst sérstakt verð á heitum rétti og kaffi á kr. 2.500.  Um er að ræða ferskasta hráefnið hverju sinni.   
Lesa meira