Fréttir

Kristín Steinarsdóttir í Etadeild látin

Kristín Steinarsdóttir, félagi í Eta deild frá 2004, lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. nóvember síðastliðinn eftir erfið veikindi. Við Delta Kappa Gamma systur minnumst hennar með þakklæti í huga fyrir vel unnin störf í okkar þágu og vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð.  Guð blessi Kristínu Steinarsdóttur.
Lesa meira

Annar fundur haldinn laugardaginn 10. nóvember úti á Granda við nýja og flotta verslun Steinunnar fatahönnuðs

Kæru Etasystur. Nú styttist í 2. fund hjá okkur laugardaginn 10. nóvember kl 10:30, sem hópur 1 hefur undirbúið og dagskráin er spennandi eins og sjá má. Þema fundarins er: HÖNNUN og saman við það fléttast útivera og samvera á góðum laugardagsmorgni.
Lesa meira

Fyrsti fundur í Etadeild starfsárið 2012-2013 verður haldinn á veitingastaðnum Caruso í Bankastræti miðvikudaginn 10. október 2012 kl.18:00 til 20:00.

Kæru Etasystur. Hér á eftir er dagskrá fyrsta fundarins í vetur. Við ætlum að eiga notalega stund saman og ræða hvernig við getum gert starfið sem árangursríkast og skemmtilegast. Þær sem enn eiga eftir að borga félagsgjaldið, minni ég á nýlegt bréf frá Ólöfu. Hlakka til að sjá ykkur sem allra flestar. Bestu kveðjur f.h. stjórnar Auður Torfadóttir Fundur í Etadeild
Lesa meira

Þriðjudaginn 15. maí verður aðalfundur deildarinnar haldinn á Nauthól kl. 20:00

Kæru Etasystur. Þriðjudaginn 15. maí verður aðalfundur deildarinnar haldinn á Nauthól kl. 20:00 (ath. breytingu frá hefðbundnum fundartíma). Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verða teknar inn tvær nýjar konur: Ágústa Unnur Gunnarsdóttir og Ragnheiður Jóna Jónsdóttir. Síðan verður 15 ára afmælis deildarinnar minnst með afmæliskaffi. Nánar verður skýrt frá dagskrá þegar nær dregur. Ef einhver er með í fórum sínum tónlistaratriði eða skemmtiatriði þá væri það vel þegið!
Lesa meira

Aðalfundi Etadeildar frestað þar til í maí.

Kæru Etasystur. Halda átti aðalfund mánudaginn 16. apríl, en búið var að fresta honum og er það ítrekað hér með. Aðalfundur verður haldinn í maí og þá höldum við upp á 15 ára afmælið í leiðinni. Ég minni á vorþingið sem haldið verður laugardaginn 28. apríl (sjá dagkrá hér fyrir neðan). Það er glæsileg dagskrá og þar gefst tækifæri til að blanda geði innbyrðis og við allar hinar. Skráningin felst í að greiða inn á reikning samtakanna og eru upplýsingar um það fyrir aftan dagskrána. Eigum við ekki að fjölmenna? Góðar kveðjur, Auður
Lesa meira

Vorþing Delta Kappa Gamma haldið í Þjóðmenningahúsinu laugardaginn 28. apríl.

Vorþing Delta Kappa Gamma Haldið í Þjóðmenningahúsinu laugardaginn 28. apríl kl. 9:30 – 15:30. Þema vorþingsins er sótt í núverandi leiðarljós samtakana: Frá orðum til athafna. Með það í huga mótaði menntamálanefnd hugmyndir að vorþingi samtakana 2012 og lúta þær að leiðtogafærni, forystu og samstarfi. Í starfi nefndarinnar hefur verið rætt hvernig samtökin geti verið hreyfiafl mikilvægra verka í samfélaginu og hvernig sá mannauður sem í samtökunum býr verði best nýttur. Þar viljum við annars vegar líta til leiðtogahæfni hverrar konu fyrir sig, hins vegar til þess hvernig efla megi áhrifamátt samtakanna útávið. Frummælendur vorþingsins eru valdir með markmið og leiðarljós samtakana í huga.
Lesa meira

Fimmti fundur í Etadeild, þriðjudagur 6. mars

Kæru Etasystur Fimmti fundur í Etadeild starfsárið 2011-2012 verður haldinn á Horninu Hafnarstræti, í Galleríinu sem er hliðarsalur uppi, þriðjudaginn 6. mars 2012  kl.18:00 til 20:00.
Lesa meira

Fjórði fundur í Etadeild starfsárið 2011-2012

Kæru Etasystur. Óska ykkur gleði og gæfu á nýju ári og þakka gott og gefandi samstarf á árinu sem var að líða. Nú blásum við til fundar og tökum fyrir efni sem engum er óviðkomandi: Nýjar námskrár, ný og metnaðarfull menntastefna sem öðrum þræði má líta á sem viðbrögð við þeim ógöngum sem þjóðin lenti í. Við vonumst til að sjá ykkur sem flestar. Kær kveðja f.h. stjórnar Auður Fjórði fundur í Etadeild starfsárið 2011-2012 verður haldinn á Loftleiðahótelinu, Þingsal 9 miðvikudaginn 1. febrúar 2012  kl.18:00 til 20:00.
Lesa meira

Jólafundur 3.desember

Jólafundur í Þjóðmenningarhúsinu 3. desember kl. 12:00. Kæru Etasystur. Nú er dagskrá jólafundar tilbúin og kominn tími til að skrá sig eða boða forföll ef svo vill til (nokkrar hafa þegar meldað sig og þurfa ekki að gera það aftur). Skráningarfrestur er til 1. desember hjá undirritaðri. Við förum þá leið að stjórnin tekur við greiðslu fyrir matinn (kr. 3000) á staðnum og þess vegna biðjum við ykkur að hafa með ykkur kr. 3000 í reiðufé. Við munum síðan greiða fyrir hópinn í einu lagi. Þann 1.desember fær matreiðslufólkið uppgefinn þann fjölda sem verður rukkað fyrir. Ef forföll verða eftir þann tíma eruð þið vinsamlegast beðnar að tilkynna það hið snarasta. Nú bendi ég ykkur á að skoða dagskrána sem er í viðhengi. Ég vonast til að sem flestar komi og eigi góða stund með systrum okkar í Alfadeild og Þetadeild. Góðar kveðjur Auður
Lesa meira

Annar fundur. Etadeildar í boði Deltadeildar 2. nóvember

Kæru Etasystur. Þá er komið að næsta fundi sem verður í boði Deltdeildar eins og umtalað var. Ég var búin að minnast á að það væri upplagt að taka strætó þó að hver geti haft sína hentisemi. Það fer strætó frá Háholti Mosfellsbæ kl. 17:45 og kemur til Akraness 18:24 sem passar vel. Svo er strætó til baka 21:39. Ég bið ykkur að melda ykkur sem allra fyrst. Vegna breyttrar dagsetningar á jólafundi, vil ég minna á að hann verður í hádegi laugardaginn 3. des. Með kærri kveðju og von um að sem flestar verði með á Skagann. f.h. stjórnar Auður
Lesa meira