Ingibjörg Einarsdóttir hlýtur fálkaorðuna

Á myndinni er Ingibjörg Einarsdóttir (til hægri) ásamt Sigrúnu Jóhannesdóttur í Deltadeild.
Á myndinni er Ingibjörg Einarsdóttir (til hægri) ásamt Sigrúnu Jóhannesdóttur í Deltadeild.
Í dag, 1. janúar 2013, sæmdi Ólafur Ragnar Grímsson tíu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Í þeim hópi var Ingibjörg Einarsdóttir félagi í Gammadeild en hún hlaut orðuna fyrir framlag til eflingar á lestrarhæfni grunnskólanema en Ingibjörg er ein af frumkvöðlum „Stóru upplestrarkeppninnar“ sem haldin er ár hvert í grunnskólum landsins.  Við óskum Ingibjörgu innilega til hamingju með þennan heiður :-)