Félaga- og útbreiðslunefnd
Landssambandsforseti skipar að lágmarki þrjár félagskonur í Félaga- og útbreiðslunefnd til tveggja ára að fenginni tillögu framkvæmdaráðs, þar af eina sem formann. Nefndin skiptir með sér verkum að öðru leyti.
- Nefndin hefur umsjón með uppfærslu handbókar í samvinnu við laganefnd og landssambandsstjórn.
- Nefndin vinnur ásamt stjórn landssambandsins að undirbúningi að stofnun deilda, sbr. 3. gr. reglugerðarinnar.
- Nefndin heldur utan um félagatal landssambandsins.
- Nefndin ber ábyrgð á skýrslu um látnar félagskonur til alþjóðasamtakanna og landssambandsstjórnar.
- Nefndin er ráðgefandi um heiðursfélaga.
Tilkynningar um nýjar félagskonur (og konur sem hætta í félaginu) skulu sendar formanni nefndarinnar hverju sinni.
Árið 2021–2023 skipa eftirfarandi konur nefndina:
Formaður: Ingibjörg Einarsdóttir, Gammadeild
Sólborg Alda Pétursdóttir, Kappadeild
Sigríður Guttormsdóttir, Epsilondeild
Síðast uppfært 14. sep 2021