1. febrúar - umsóknarfrestur um International Scholarship

Við vekjum athygli á að 1. febrúar er síðasti dagur til að sækja um International Scholarship styrkinn. Þær konur sem stunda framhaldsnám geta sótt um hann og hafa íslenskar konur ágætis möguleika á að fá þennan styrk (síðast fékk félagskona í Betadeild styrkinn árið 2019)  . Umsóknir þarf að vanda svo það er gott að gefa sér góðan tíma í að vinna umsóknina. 
Nánar má lesa um styrkinn og sækja umsóknareyðublað á vef alþjóðasambandsins (velja Apply/Submit á svarta bannernum efst).