13. deildin stofnuð á Norðvesturlandi

Sunnudagurinn 2. apríl síðastliðinn var gleðidagur í samtökunum okkar, því þá var Ný deild, þrettánda deildin hér á Íslandi stofnuð á Blönduósi. Stofnfélagar eru 18 og koma frá Varmahlíð, Hofsósi, Sauðárkróki, Hólum, Blönduósi, Skagaströnd og Hvammstanga. Um leið og við óskum félaga- og útbreiðslunefndinni innilega til hamingju með þennan árangur, bjóðum við þessar flottu konur velkomnar í hópinn og hlökkum til að starfa með þeim í framtíðinni. Nánar verður sagt frá stofnfundinum í vorfréttabréfinu okkar sem er væntanlegt innan tííðar. 

Myndir frá stofnfundinum eru í myndaalbúmi.