40 ára afmæli Delta Kappa Gamma á Íslandi

Nú stendur mikið til. Stórafmæli DKG verður haldið hátíðlegt laugardaginn 7. nóvember næstkomandi þegar 40 ár eru liðin frá stofnun samtakanna hér á landi. Mikill áhugi og vilji er fyrir því að gera þennan dag að miklum hátíðisdegi.  
Það skiptir miklu máli að vel takist til og sem flestar konur mæti. Undirbúningsnefndin vonast til að sjá a.m.k. 100 félagskonur sem halda daginn hátíðlegan. Góð mæting styrkir samstöðuna og eflir félagsandann. 

Fljótlega þarf að liggja fyrir hve margar taka þátt í hátíðarhöldunum upp á stærð salar og fjölda matargesta. Því beinum við því til formanna deilda að kanna í hverri deild hversu margar konur muni hugsanlega mæta og koma upplýsingum um væntanlega þátttakendur til formanns afmælisnefndar, Sigrúnar Klöru (sigrunklarah@gmail.com) 

Eftirfarandi eru drög að dagskrá (sem kunna að breytast): 
Kl. 14-16. Málþing þar sem þemað er „íslenska nútímakonan“. Við fáum fjórar kjarnorkukonur úr ýmsum geirum samfélagsins til að segja okkur frá sinni sýn á framtíðina. Málþingið verður haldið í Þjóðarbókhlöðunni við Birkimel.
Kl. 16.30-18.00. Móttaka 
18.30--- Tveggja rétta kvöldverður

Framkvæmdaráð Delta Kappa Gamma leggur mikla áherslu á að gera daginn sem veglegastan og hefur samþykkt ríkulegan styrk til hátíðarhaldanna þennan dag. 
Öll þessi frábæra dagskrá kostar félagskonur einungis 4900 krónur  - allt með talið!

Kær kveðja frá afmælisnefndinni í nafni vináttu, trúmennsku og hjálpsemi
Sigrún Klara, Kristín Jónsdóttir og Steinunn Ármannsdóttir.