Að loknu alþjóðaþingi í Austin

Verðandi svæðisforsetar kynntir í Austin
Verðandi svæðisforsetar kynntir í Austin

Átta íslenskar konur tóku þátt í alþjóðaþingu í Austin í Texas í júlí.  Fyrir þinginu lágu margar tillögur til lagabreytinga og eðlilega litaðist dagskráin af því.  Einnig voru frábærir fyrirlestar í boði og margar áhugaverðar vinnustofur.  Það var einnig merkileg upplifun að vera með öllum þessum konum sem hafa svo einlægan áhuga á menntamálum að þær nota hluta af sumarfríinu sínu til að leggja sín lóð á vogarskálarnar í þeim tilgangi að hafa áhrif. Á þinginu voru einnig stjórnarskipti og kosningar og þar voru tvær af okkar konum kosnar til embætta.  Það voru þær Eygló Björnsdóttir Betadeild sem var kosin í alþjóðlegu Nomination nefndina og Ingibjörg Jónasdóttir Gammadeild sem var kjörin Evrópuforseti (Regional Director).  Þetta er í annað sinn í sögu félagsins sem Ísland á Evrópuforseta en Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir gegndi embættinu frá 2002-2004.  Við óskum þeim Eygló og Ingibjörgu til hamingju með kosninguna og hlökkum til frekara samstarfs.