Að loknu samræðuþingi

Eins og komið hefur fram áður stóðu Beta- og Mýdeild fyrir samræðuþingi hér á Akureyri í tilefni af alþjóðadegi kennara 5. október annað árið í röð. Góð mæting var á þingið (um 70 manns) og var almenn ánægja með framkvæmdina. Nánar má lesa um þingið á vef Skólavörðunnar en einnig er umfjöllun um bæði þingin á síðunni okkar „Góðir hlutir gerast“.