Að loknu útgáfuhófi
Útgáfuhófið í tilefni af útkomu afmælisritsins okkar fór fram í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur 16. janúar 2926.
Sigrún Klara Hannesdóttir formaður ritstjórnar og félagi í Alfadeild kynnti bókina og sagði frá tilurð hennar. Vinkonur Vigdísar Finnbogadóttir Alfadeildarkonurnar Ragnhildur og Marta Guðjónsdætur veittu viðtöku fyrsta eintakinu fyrir hönd Vigdísar. Baldur Hjörleifsson skemmti gestum með gítarspili og söng og landsforseti Hrund Logadóttir flutti ávarp. Bókin var til sölu og tóku nokkrir formenn deilda með sér bækur til að selja á deildarfundum. Silja Bára Ómarsdóttir rektor HÍ heiðraði okkur með þátttöku sinni í viðburðinum. Síðast en ekki síst nutu félagskonur veitinga og nærandi samveru.
Fleiri myndir eru í myndaalbúmi