Að loknu afmæli

Nú er afmælið okkar búið og „grá hverdagsleikinn“ tekinn við að nýju :-) Myndir frá afmælinu eru komnar á vefsíðuna okkar og ætlunin er að tína þangað inn meira efni frá afmælinu. Þó allt efni sé ekki komið inn, þá getið þið byrjað að fylgjast með. Upptökur frá málþinginu má finna þarna á sér síðu og vonum við að þið hafið gaman af að hlusta, þó ekki fari saman glærur og hljóðupptökur (upptökuforritið í Þjóðarbókhlöðunni virkaði ekki, svo við urðum að notast við „diktafón“).