Ætlar þú ekki að skella þér með okkur á Evrópuþingið í Tallinn?

Evrópuþingið þetta árið er haldið í Tallinn í Eistlandi 26.-29 júlí. Undirbúningur fyrir þingið er í fullum gangi, og nú er um að gera að drífa í að skrá sig, panta sér flugfar og gistingu (sem er ódýr miðað við íslenskt verðlag) og skella sér með. Við íslensku konurnar höfum alltaf verið frekar fjölmennar á Evrópuþingum og viljum auðvitað vera það áfram, ekki hvað síst vegna þess að næsta þing (2019) verður hér á Íslandi og gott fyrir okkur að læra hvernig svona þing fer fram. Flest stéttarfélög sem á annað borð styrkja starfsmenntun og kynnisferðir af þessum toga styrkja konur til fararinnar (ef "kvótinn" hefur ekki verið notaður í annað). Allar upplýsingar eru á síðunni http://erc2017.weebly.com Koma svo....... :-)