Afmælisritið tilbúið

Nú er afmælisritið okkar tilbúið og er það mjög skemmtilegt að það tókst á afmælisárinu okkar. Ritstjórnin með Sigrúnu Klöru Hannesdóttur í Alfadeild í forsæti hefur unnið mikið og verðmætt verk og er bókin félaginu okkar til sóma.
 
Fyrirhugað er að halda útgáfuhóf 16. janúar nk.kl. 17:00. Nánari upplýsingar um staðsetningu berast á næstu dögum, en endilega takið stundina frá. Gott væri ef þið mynduð senda ykkar konum þessar upplýsingar svo þær geti tekið stundina frá ef þær eiga þess kost að koma á útgáfuhófið.
 
Bókin fer í dreifingu eftir útgáfuhófið en gott væri að fá upplýsingar um hve mörg eintök hver deild óskar eftir að kaupa svo og hvaða konur vilja kaupa bókina. Hún kostar kr. 4.500-. Endilega sendið okkur tölvupóst svo og einstaka félagskonur sem vilja kaupa bókina.
 
F.h. landssambandsstjórnar
Hrund Logadóttir, landssambandsforseti