Allt að fyllast :-)

Nú streyma inn skráningar á vorþingið okkar, enda spennandi dagskrá og notaleg samvera með DKG konum í boði. Enn vantar þó nöfn kvenna á þátttökulistann sem þó hafa sagst ætla að mæta. Síðasti dagur til að skrá sig er á morgun, 18. apríl,  svo nú er um að gera að draga þetta ekki mikið lengur. En alltaf má þó bæta við einum og einum stól, þannig að ef einhver gleymir sér, ekki hika þá við að hafa samband og tékka á málinu