Anh-Dao Tran í Alfadeild hlýtur viðurkenningu

Anh-Dao Tran félagi í Alfadeild fékk sérstaka viðurkenningu á Málræktarþingi íslenskrar málnefndar þann 15.11 fyrir framúrskarandi framlag til orðabókagerðar milli íslensku og vietnömsku. Aðrir sem fengu viðurkenningu voru Ingibjörg Hafstað fyrir kennslu í íslensku fyrir nýbúa og Pawel Bartoszek fyrir hans framlag við orðabókasmíð á pólsku.