Áríðandi tilkynning vegna landssambandsþings 2021

Þar sem gildandi sóttvarnarreglur leyfa ekki nema 20 manna samkomur og reglurnar gilda til og með 5. maí 2021, sér stjórn landsambandsins sér ekki annað fært en að afboða landssambandsþingið í þeirri mynd sem fyrirhugað var.
Ákveðið hefur þó verið að halda sjálfan aðalfundinn föstudagskvöldið 7. maí eins og fyrirhugað var en í fjarfundakerfinu Zoom og færa dagskrána á laugardeginum til haustsins.
Þær sem ætla sér að sitja aðalfundinn (sem við hvetjum sem flestar til að gera) þurfa að skrá sig með því að senda póst þar um til landssambandsforseta Ingibjargar E. Guðmundsdóttur (ieg@internet.is) og sendir hún viðkomandi þá tengil á fundinn 5. eða 6. maí. Einnig verður tengill á fundinn hér á landssambandssíðunni á fundardegi.

Nánar má lesa um þetta í fréttabréfi landssabandsforseta og á síðunni um landssambandsþingið